2000 manns er kannski ekki hátt hlutfall af allri Indversku þjóðinni né heldur svarar það háu hlutfalli af þeirri 2,1 milljón Indverja sem eru smitaðir af veirunni, en 2000 smit af þessu tagi eru smit sem hæglega má koma í veg fyrir. Svo hvers vegna eru þeir sem smitast af HIV gegnum blóðgjöf jafnmargir og raun ber vitni?
Líkleg skýring er sú að spítalar og blóðbankar hafa ekki aðstöðu til að skima blóðsýnin sín fyrir þessum veirum. Fjármagnið sem veitt er í hverja stofnun er af svo skornum skammti að ekki gefst færi á að kaupa þann tækjabúnað sem til þarf eða viðhalda honum. Önnur ástæða gæti verið sú að sumir blóðbankar hafa reynt að hvetja fólk til blóðgjafa gegn greiðslu. Slíkar aðgerðir geta verið til þess fallnar að draga að fólk sem þegar er í áhættuhóp fyrir HIV smit, s.s. eiturlyfjaneytendur og annað fólk sem er í bágri fjárhagslegri stöðu.
Það er ótrúlega sorgleg staðreynd að árið 2016 sé ekki möguleiki á að koma í veg fyrir að saklausir sjúklingar smitist af ólæknandi veirusjúkdómum . . . LESA MEIRA
Af vef hvatinn.is