Fara í efni

Hvað eru frjósemistölvur ?

Lady Comp, Baby Comp og Pearly.
Frjósemistölvur
Frjósemistölvur

Lady Comp, Baby Comp og Pearly.

Náttúrulegasta, árangursríkasta og kvenlegasta aðferðin við getnaðarvarnir og við útreikning á frjósemi.

LADY COMP & PEARLY

Getnaðarvörn án getnaðarvarna.

a

Lady-Comp er auðveld  til daglegra nota: Lady-Comp er áreiðanleg, náttúruleg og hormónalaus getnaðarvörn. Hún er einföld og þægileg og ætluð til að nota heima. Með frjósemistölvunni fylgir hleðslutæki og hleðslurafhlaða. Fullkomin fyrir daglega notkun. 

Fyrir konur sem eru mikið á ferðinni:

Pearly er minni stærðin af frjósemistölvunni okkar. Pearly er 7 x 10 cm á stærð, gengur fyrir rafhlöðu og nógu lítil til að passa í hvaða handtösku sem er. Fullkomin fyrir athafnakonur sem eru á ferðinni. Með henni fylgir ekki hleðslutæki og virkar rafhlaðan í 2-3 ár. Þá þarf að senda hana til framleiðandans  í Þýskalandi til að hann geti skipt um rafhlöðu svo að upplýsingarnar sem vistaðar eru á tölvuna glatist ekki.

a

Aðferðin:

Ef þú vilt koma í veg fyrir þungun án þess að íþyngja líkama þínum með pillunni og öðrum álíka getnaðarvörnum sem geta haft neikvæðar hliðarverkanir, þá eru frjósemistölvur Valley-Electronics það sem þér hentar. Með því að mæla líkamshita þinn á hverjum morgni ákvarðar frjósemistölvan frjósemisdagana þína og sýnir þér hvenær þú ert með egglos með því að skrá, greina og geyma upplýsingar um tíðahringinn þinn. Tölvan fylgist með frjósemi þinni á hverjum degi og lætur þig vita um þá daga sem samfarir geta leitt til þungunar: Á þeim degi sem þú hefur egglos – og dagana fimm fyrir egglos.

Munurinn á Lady-Comp og Pearly:

Síðan 1992 hefur Lady-Comp verið nýsköpun fyrir allar þær konur sem líta á getnaðarvörn sem þeirra eigin ábyrgð: á grænum dögum er hún eins árangursrík og pillan, hún hefur Pearl-Index 0,7, er heilbrigður og umhverfisvænn kostur og þægileg í notkun.

LadyComp er með innbyggða rafhlöðu þannig að eftir að búið er að hlaða hana er hægt að nota tölvuna án þess að setja hana í samband. Tíðahringstölurnar á þriðja stigi er minnisblað þitt fyrir þinn eiginn tíðahring. Ef þú óskar eftir að eignast barn er hægt að uppfæra Lady-Comp upp í  Baby-Comp.

Pearly er nýgræðingurinn hjá Valley Electronics: hentar öllum notendum sem kunna að meta hreyfanleika lítillar og árangursríkrar frjósemistölvu.  Hún passar í hvaða handtösku sem er og er alltaf handhæg. með sömu læknisfræðilegu upplýsingarnar og Lady-Comp, en gengur fyrir rafhlöðu og útlitið er stílhreint. Pearly er svali og ungi valkosturinn við hina óviðjafnanlegu og klassísku LadyComp. Aðal munurinn er stærðin og svo rafhlaðan eins og kom fram áður.

BABY COMP

a

Streitulaus og náttúruleg skipulagning barneigna

Ef þú vilt verða barnshafandi án þess að gangast undir flóknar aðgerðir þá hentar frjósemistölvan frá Valley-Electronics þér. Baby-Comp tekur mið af líkamshita þínum á morgnana þegar hún ákvarðar frjóu dagana þína og lætur þig vita hvenær þú ert frjóust:

Á þeim degi sem þú hefur egglos – og dagana fimm fyrir egglos.

Baby-Comp gengur enn lengra: hún notar tölfræðilegar aðferðir til að greina ýmsar orsakir ófrjósemi og hjálpar þannig til við að leysa einstaklingsbundin vandamál við getnað.

Hentug fyrir allar konur sem eru að reyna að verða barnshafandi.

Baby-Comp hámarkar möguleika þína á að verða barnshafandi. Baby-Comp er útbúin með einstakt skipulagsforrit og með henni fylgja innbyggð hleðslurafhlaða og aflgjafi.

Hvernig virka þær ?

NÁTTÚRULEGASTA OG ÖRUGGASTA AÐFERÐIN VIÐ GETNAÐARVARNIR OG VIÐ ÚTREIKNING Á FRJÓSEMI

Náttúrulega leiðin

Í hverjum tíðahring eru sex dagar þar sem kona getur orðið barnshafandi: dagana fimm fyrir egglos og daginn sem egglosið á sér  stað. Til þess að verða ekki barnshafandi á þessum tiltölulega stutta tíma sætta margar konur sig við umtalsverða skerðingu á eigin velferð með notkun hefðbundinna getnaðarvarna sem setur mikið álag á heilsu þeirra og kynlíf.

Er þetta nauðsynlegt? Við segjum nei!

Frjósemistölvan okkar ákvarðar frjósemisdagana þína með mikilli nákvæmni og sýnir þér hvenær þú ert með egglos með því að skrá, greina og geyma upplýsingar um tíðahringinn þinn. Þessi nýja aðferð við frjósemisútreikninga er 99,3% áreiðanleg.

Forritið

Frjósemistölvan eru forrituð til að ákvarða nákvæmlega og sýna hvenær egglos á sér stað. Egglos veldur lítilsháttar en merkjanlegri hækkun á líkamshita. Þú mælir hitastig þitt með skynjaranum á hverjum morgni áður en þú ferð á fætur, frjósemistölvan metur

Upplýsingarnar og lærir þannig fljótt hvert þitt einstaklingsbundna frjósemismunstur er.

Ef þú ert frjó sýnir tölvan rautt ljós og ef þú ert á ófrjóu skeiði sýnir hún grænt ljós.

Upplýsingarnar eru 99,3% áreiðanlegar og þær gilda næstu 24 klst.

Auðveld í notkun

Allar frjósemistölvurnar okkar eru auðveldar í notkun. Þegar þú færð tölvuna er hún þegar fyrirfram forrituð til að sýna tíma, dagsetningu og ár. Það eina sem þú þarft að gera áður en þú byrjar er að stilla tímann fyrir morgunviðvörunina.

 

  1. Mældu líkamshita þinn (BBT) á hverjum morgni strax eftir að þú vaknar – og á meðan að þú ert ennþá í rúminu og afslöppuð – með því að setja skynjarann undir tunguna í 30 til 60 sekúndur. Frjósemistölvan þarf þennan svokallaða morgun- eða grunnlíkamshita fyrir útreikninga sína.
  2. Ef þú ert með tíðir smelltu þá á hnappinn +. Annars, smelltu á  -
  3. Tölvan notar líf- og stærðfræðilega útreikninga sem byggja á umfangsmiklum upplýsingum sem safnað hefur verið í yfir 25 ár í gegnum rannsóknir og þróun, sem og líkamshita þínum. Þannig reiknar tölvan út þinn eigin tíðahring og veitir þér áreiðanlega frjósemisspá fyrir næstu 24 klst.

GRÆNT LJÓS : Þýðir “ekki frjó”

RAUTT LJÓS: Þýðir “frjó”

GULT LJÓS: Þýðir að tölvan er ennþá að læra á þig

Gerist æ betra

Í byrjun þá mælir þú líkamshita þinn um leið og þú vaknar eins reglulega og þú getur vegna þess að því meira magn upplýsinga sem tölvan hefur, því auðveldara er að fá nákvæman fjölda frjórra (rauðra) daga. Tölvan er örugg strax frá fyrstu mælingu. Því fleiri upplýsingar sem þú gefur tölvunni því meira veit hún um þig.

Frjósemistölvan er forrituð með rannsóknargögnum um náttúrulegar leiðir við skipulagningu barneigna. Hún inniheldur gagnagrunn sem inniheldur meira en 900 000 tíðahringi og notar líf- og stærðfræðilega útreikninga við spá um frjósemi, sem og allra nýjustu tölvutæknina.

Þetta er persónulegt eftirlitstæki, sem lærir á og aðlagast þínum tíðahring.

HVERNIG VIRKAR TÖLVAN?

Örugg og traust frá fyrsta degi

Dagleg upplýsingagjöf Lady-Comp um frjósemi er með stuðulinn Pearl Index 0,7, sem þýðir að hún er 99,3% nákvæm. Pillan, til dæmis, er með Pearl Index stuðulinn á bilinu 0,1-0,9, en lykkjan er á milli 1 og 3.

Áreiðanleiki skiptir mestu máli

Á hverjum morgni um leið og þú vaknar tekur frjósemistölvan grunnlíkamshita þinn (BBT) með háþróuðum hitaskynjara (1/100 gráðu nákvæmni). Tölvan notar síðan stærðfræðiforritin við að bera líkamshitann saman við þær upplýsingar sem hún geymir um öll tiltæk rannsóknargögn um skipulagningu á barneignum. Hún ber hann einnig saman við hundruð þúsunda tíðahringi annara kvenna til að nákvæmlega ákvarða, greina og sýna þinn eiginn tíðahring.

Pillan, til dæmis, er með Pearl Index á bilinu 0,1-0,9, en lykkjan er á milli 1 og 3. Þar af leiðandi, eru frjósemitölvurnar okkar fremstar í flokki við að fyrirbyggja og skipuleggja barneignir með náttúrulegum aðferðum, enda með nákvæmni sem jafnast á við vinsælustu getnaðarvarnirnar. Með Lady-Comp geturðu náð þessu öryggi á100% náttúrulegan hátt og með engum hliðarverkunum.

Hvað er Pearl Index?

Pearl-Index er stuðull sem ákvarðar skilvirkni. Í heilbrigðisgeiranum er Pearl Index stuðullinn notaður til að gefa til kynna hversu skilvirk ákveðin getnaðarvörn er. Sem dæmi: Ef 100 konur nota ákveðna getnaðarvörn í eitt ár og ein kona verður þunguð þýðir það að Pearl Index getnaðarvarnarinnar er 1,0. Pillan hefur Pearl Index á milli 0,1 og 0,9 og hettan er frá 1til 3.

Frjósemistölvurnar eru með Pearl Index 0,7 og eru þannig fremstar í flokki hvað viðkemur náttúrulegum getnaðarvörnum og skipulagningu barneigna.

Gott að vita

„Get ég sofið út á helgum?“

Auðvitað! Þú hefur sex klukkustunda svigrúm.  Skynjaratáknið sýnir hvort þú sért innan hitamælingartakmarkanna.  Þegar það lýsist upp þá ýtirðu á hnappinn og mælir þig. Svo geturðu haldið áfram að sofa.

„Koma upp villur í hitamælingunum?“

Nei, villur við hitamælingarnar eru ekki mögulegar þar sem þeim er stjórnað af tölvunni á vitrænan hátt.  Ef tölurnar samræmast ekki væntingunum þá tekur tölvan strax eftir því og skjáljósið blikkar.

„Og ef ég er með kvef eða var að skemmta mér langt fram á nótt?“

Tölvan reiknar út tíðahringinn fram í tímann út frá þeim upplýsingum sem fyrir eru – og frjósemina samkvæmt því.
Hitasveiflur af völdum kvefs, flensu, svefnleysis, mikillar áfengisdrykkju og/eða lyfja sem geta haft áhrif á líkamshita, eru hinsvegar “óeðlilegar”.
Tölvan tekur mið af öllum hitaaflestrartölum, bæði þegar þær eru „eðlilegar“ og þegar þær hafa breyst vegna ofangreindra truflana.   Þannig er tillit tekið til þess þegar tölvan hefur þurft að gera frekara mat á hitastigskúrfunni.  Ef hitaaflestrartölurnar benda til sótthita, birtist “F” á skjánum.

Almennt er mælt með því að þú sleppir því að mæla þig ef þú ert með kvef og hita, ert að taka inn lyf sem hafa áhrif á líkamshita, eða varst að skemmta þér alla nóttina, frekar en að slá inn “óeðlilegar” tölur.

„Ég vil byrja strax. Er það hægt?“

Já! Það fer þó eftir hvaða getnaðarvörn þú hefur verið að nota.  Vinsamlegast lestu eftirfarandi leiðbeiningar.

Lady-Comp eftir pilluna

Ef þú hefur verið á pillunni þar til núna þá verðurðu að hætta að taka hana áður en þú byrjar á hitamælingunum. Það er vegna þess að pillan kemur í veg fyrir egglos þannig að engar hitabreytingar verða. Blæðingarnar sem verða í 7-daga hléinu hefur ekkert með tíðahringinn þinn að gera.

Fyrstu blæðingarnar sem verða eftir að þú hættir á pillunni eru ekki tíðablæðingar heldur gerviblæðingar eins og þær sem verða í 7-daga hléinu. Flestar konur hafa fyrstu raunverulegu tíðablæðingarnar 4-8 vikum eftir að þær hætta á pillunni.
Eftir að þú hættir á pillunni getur þú byrjað að nota Lady-Comp. Ef þú hefur verið að taka pilluna í mörg ár þá getur það orðið spennandi að kynnast tíðahringnum þínum í gegnum LADY-COMP®.

LADY-COMP® eftir lykkjuna

Þó svo að þú getir byrjað að nota LADY-COMP® samstundis ef þú ert með koparlykkjuna þá er sterklega mælt með því að þú látir fjarlægja hana áður. Ef þú ert með hormónalykkjuna þá verður þú að láta fjarlægja hana áður en þú byrjar að nota LADY-COMP®. Eftir það getur þú byrjað daglegu hitamælingarnar.

Hvað ef mig langar til að verða barnshafandi seinna meir?

Allar frjósemistölvurnar okkar sýna frjóa og ófrjóa daga á áreiðanlegan hátt. Ef þú vilt nota LADY-COMP® til að verða barnshafandi þá skaltu ekki nota getnaðarvarnir á „rauðum“ dögum. Þú getur einnig uppfært LADY-COMP® með mörgum góðum viðbótum eins og þeim sem BABY -COMP® hefur.  

Læknisfræðileg grunnatriði

Egglos

Gögnin sem tölvurnar nota til að greina á milli frjórra og ófrjórra daga byggjast á nokkrum líffræðilegum staðreyndum sem liggja að baki tíðahrings kvenna.

  • Hver kona hefur aðeins eitt egglos í hverjum tíðahring. Í þeim sjaldgæfu tilfellum þegar um tvö eða fleiri egglos er að ræða þá verða þau innan sólarhrings.
  • Eftir egglos getur egg frjóvgast í allt að18 klst.
  • Eftir samfarir heldur sæði mannsins áfram að vera virkt og frjósamt í líkama konunnar í 3-5 daga.
  • Þetta þýðir að það eru sex dagar í hverjum tíðahring þegar kona getur orðið barnshafandi: í fimm daga fyrir egglos og daginn sem hún hefur egglos.

Þetta er fyrsta frjósemistölvan sem setur heilsu og vellíðan hverrar konu í brennidepil.

Frjósemistölvur Valley-Electronics ákvarða þinn persónulega tíðahring og spá fyrir um frjóa og ófrjóa daga með hámarks nákvæmni án streituvaldandi eða jafnvel skaðlegrar íhlutuar í náttúruleg ferli líkamans.

Tíðahringur

Eftirfarandi mynd dregur upp þau ferli sem eiga sér stað innan tíðahrings konunnar og sýnir hvernig þau endurspeglast í hitakúrfunni.

Tíðahringurinn er breytilegur hjá hverri konu fyrir sig. Að meðaltali er reiknað með því að tíðahringurinn sé 28 dagar. Hjá sumum konum er hringurinn styttri (26 dagar) eða lengri (33 dagar).

Í flestum tilvikum verður tíðahringurinn loks reglulegur og frjósemistölvan notar þennan persónulega og stöðuga tíðahring sem grundvöll fyrir útreikninga sína. Eftir ákveðinn tíma og ef notandinn hefur slegið inn reglulega mánaðarlegar upplýsingar um sig mun frjósemistölvan þekkja þessa tiltekna konu, eins og sjá má í þessu dæmi: Konan hefur alltaf egglos á 15. degi tíðahrings og tíðahringurinn hefst eftir 29 daga.

Þetta er vegna þess að egglos veldur lítilsháttar hækkun á líkamshita sem er þó auðvelt að greina, Sömuleiðis fer hitastig aftur í eðlilegt horf þegar tíðir hefjast (skilgreint sem upphaf tíðahrings). Þetta er það mynstur sem tölvan byggir útreikninga sína á til að sía út sérstaklega þá sex daga tíðahringsins þegar getnaður gæti átt sér stað.

HÉR getur þú kynnt þér þessar vörur betur.