Fara í efni

Hvernig verður mæjónes hollustuvara?

30 nýjar matvörur verða kynntar á Nordtic ráðstefnunni á Selfossi.
Heilsumæjónes með omega - 3
Heilsumæjónes með omega - 3

Hvernig verður mæjónes hollustuvara? 

30 nýjar matvörur verða kynntar á Nordtic ráðstefnunni á Selfossi. Þar verður fjallað um Norræna lífhagkerfið sem er hluti af þriggja ára formennskuverkefni íslenskra stjórnvalda í Norrænu ráðherranefndinni. Nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu er ein af áskorunum verkefnisins.

Þann 25. júní verður haldinn ráðstefna á Selfossi um Norræna lífhagkerfið, en markmiðið er að finna leiðir til fullnýtingu afurða án þess að ganga á auðlindir og minnka þannig úrgang, auka verðmætasköpun og ýta undir nýsköpun.

 Á ráðstefnunni verður afrakstur fæðunýsköpunar kynntur, en fyrr á þessu ári var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í vöruþróunarverkefnum bæði hér á Íslandi sem og á Grænlandi og í Færeyjum. Markmiðið var að þróa nýjar matvörur eða matvælatengdar vörur. Nýsköpunar verkefni af þessari gerð styrkja svæðisbundinn hagvöxt og auka sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Sem dæmi um matvæli sem þróuð voru í verkefninu og hægt verður að smakka á ráðstefnunni má nefna: Ísklaka úr úr skyrmysu, handtíndum íslenskum berjum og villtum jurtum, Gulrófuflögur,Heilsumæjónes með omega - 3 og Bleikja alin á fóðri sem framleitt er með próteinum úr myglusveppum. Alls verða um 30 vörur kynntar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. 

Lífhagkerfið er Matís hugleikið enda snúa mörg af verkefnum fyrirtækisins um verndun og velferð þess. Í nóvember næstkomandi mun verkefninu Arctic Bioeconom ljúka, en það hefur að mestu snúist um nýsköpun matvælaframleiðslu og þar með fæðuöryggi norðurslóða en ásamt Íslandi var einkum horft til fæðuframleiðslu í Færeyjum og á Grænlandi auk norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði, er verkefnastjóri verkefnisins. 

Enn er hægt að skrá sig á Nordtic ráðstefnuna.

Dagskráin verður sem hér segir:

  • 09:15 Coffee and registration
  • 10:00 Opening the conference | Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Fisheries and Agriculture
  • 10:15 No standard = no market | Dr. dr. Andreas Hensel, President at BfR
  • 11:00 Product development in the Arctic Bioeconomy | Sigrún Elsa Smáradóttir, Research group leader, Matís
  • 11:30 Industry success stories:
  1. Janus Vang, Director, iNOVA and Leif Sörensen, Chef. Faroe Islands
  2. Kim Lyberth, Inuili school, Greenland
  3. Ingunn Jónsdóttir, Regional Manager Matís and Valdís Magnúsdóttir, farmer and local food producer, Iceland   
  • 12:00 Lunch | Special taste of innovation
  • 13:30 Branding of Nordic food | Emil Bruun Blauert, CEO, Executive Advisor and Developer, WNEAT
  • 13:50 Microfeed: Turning wood into food | Clas Engström, Managing Director, SP
  • 14:10 Nutrition for the future - Possibilities of the Nordic areas? | Bryndís Eva Birgisdóttir, Associate professor, University of Iceland
  • 14:30 Coffee break
  • 14:50 Food waste: Problem or growth opportunity? | Nils Kristian Afseth, Research Scientist, PhD, Nofima       
  • 15:10 Investing in algae - Ingredients for future food production | Olavur Gregersen, Managing Director, Syntesa Partners & Associates               
  • 15:30 Assessing and mitigating risk in the Nordic Bioeconomy | Guðmundur Halldórsson, Research Coordinator, Soil Conservation Service of Iceland
  • 15:45 Reflection panel | Nordic and Arctic bioeconomy in local & global perspective:
  1. Julian Roberts – COMSEC
  2. Prof. Dr. Eberhard Haunhorst , President  of Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety
  3. Alda Agnes Gylfadóttir, Managing director, Einhamar Seafood
  4. Sigurð Björnsson, Head of Research and Innovation, RANNÍS
  5. Ásmundur Guðjónsson, Senior Adviser, Ministry of Fisheries Faroe Islands
  • 16:30 End of conference

Conference facilitator: Guðrún Hafsteinsdóttir, Chairman of the Federation of Iceland Industries.

Ráðstefnan fer fram á ensku.