Fara í efni

Jóhanna Karlsdóttir yoga kennari komin í Heilsutorgs teymið

Jóhanna mun rita og þýða greinar fyrir Heilsutorg í framtíðinni og bjóðum við hana velkomna í hópinn!
Jóhanna Karlsdóttir Hot Yoga kennari
Jóhanna Karlsdóttir Hot Yoga kennari

Jóhanna Karlsdóttir yoga kennari er gengin til liðs við fagteymi Heilsutorgs. Jóhanna er yoga leiðbeinandi í Sporthúsinu og eigandi Hot Yoga ehf.

Jóhanna kynntist svokölluðu "hot yoga" eða yoga í hita fyrst árið 2006 á ferðalagi sínu um Thailand. Tveimur árum síðar, eða í október 2008, lærði Jóhanna að kenna þessa tegund af yoga hjá alþjóðlega fyrirtækinu AbsoluteYoga sem er með höfuðstöðvar sínar í Thailandi sjá absoluteyogaacademy.com

Jóhanna hóf að kenna hot yoga á Íslandi í byrjun árs2009 en er nú kennari í Sporthúsinu þar sem hún, í samstarfi við Sporthúsið, lét útbúa fyrsta upphitaða hotyoga-salinn á Íslandi. Í dag hafa fleiri staðir fylgt á eftir og er hot yoga nú kennt nokkuð víða í Reykjavík. Árið 2010 hélt Jóhanna til Barcelona og sótti námskeið hjá Bikram Choudhery sem er upprunamaður hot yoga og bætti við sig svokallaðri "advanced" rútínu.

Árið 2011 hélt Jóhanna aftur til Thailands til þess að klára 500 tíma réttindi í yogakennslu. Hingað til eru það hæstu viðurkenndu kennsluréttindin sem hægt er að öðlast í yoga academíunni, eftir það gildir reynslan mest. Þar var aðaláherslan lögð á Ashtanga Yoga en aðal kennarinn, Michelle Besnard, rekur fyrirtækið Yogasana í Kína. Þarbætti Jóhanna við sig Ashtanga yoga, Yin yoga, Women´s yoga, meðgöngu yoga og svokölluðu restorative yoga.

Í október árið 2012 hélt Jóhanna enn á ný til Thailands til þess að kenna á meðal öflugs alþjóðlegs kennarateymis fyrir hönd Absoluteyoga keðjunnar og var þá komin hinum megin við borðið frá því að hún lærði fyrst á sama námskeiði fjórum árum áður.

Í dag er Jóhanna búin að skapa sér lítið þekkt nafn á meðal alþjóðlegra yoga kennara og hefur farið meðal annars til Finnlands og kennt fólki að kenna yoga.

Jóhanna mun rita og þýða greinar fyrir Heilsutorg í framtíðinni og bjóðum við hana velkomna í hópinn!