Þegar Gabe Mirkin MD skrifaði metsölu bókina Sportsmedicine árið 1978 kom hann með frasann RICE (Rest, Ice, compression, elevation) til að meðhöndla meiðsli og auma vöðva því ísinn hjálpar til við að draga úr verkjum og bólgum.
Hinsvegar, þá sýnist það svo að bæði ís og algjör hvíld hægi á bata ferlinu í stað þess að hraða því.
Í rannsókn sem gerð var með íþróttafólk í huga voru fengnir íþróttamenn og þeim sagt að æfa af mikilli hörku þannig að þau myndu enda með skaða á vöðvum sem þar af leiðandi orsakaði mikil eymsli. Þó svo að kæliaðferðin hafi dregið úr bólgum þá hraðaði hún ekki bataferlinu. (The American Journal of Sports Medicine, June 2013).
22 vísindamenn komust að þeirri niðurstöðu að ís og þrýstiumbúðir hraða ekki bataferlinu, hinsvegar, þá getur ís og að halda áfram að æfa hraðað á bataferli, t.d fyrir tognun á ökla.
Lækning krefst bólgu
Þegar þú skaðar vefi vegna meiðsla eða vöðvaeymsla á meðan á æfingu stendur þá græðiru þessi meiðsl með þínu eigin ónæmiskerfi á sama hátt og líkaminn ver okkur gegn veirusýkingum. Þetta kallast þroti eða bólga. Þegar vöðvar eða aðrir vefir eru skemmdir sendir ónæmiskerfið frumur til að „gera við“ skemmda vefinn eða vöðvan og byrjar þannig að græða meiðslin.
Líkaminn bregst á nákvæmlega sama hátt við ef um sýkingu er að ræða eða skemmda vefi.
Frumurnar sem berjast gegn bólgum heita macrophages og losa þær um hormón í blóðið sem heitir Insulin eða IGF-1 – og þetta efni fer beint í að „gera við“ meiðslin og aðstoða líkamann í að græða sig sjálfan.
Ef þú skellir ís beint á meiðslin þá ertu að koma í veg fyrir að líkaminn losi um þennan hormón, IGF-1.
Að setja ís á meiðsli orsakar það að æðarnar í kringum meiðslin dragast saman og loka fyrir blóðflæðið sem ætti að koma með „viðgerðar“ frumurnar til að minnka bólgur. Æðarnar við meiðslin opnast ekki aftur fyrr en mörgum klukkutímum eftir að ís hefur verið settur á til að kæla þau niður.
Þetta dregur úr blóðflæði og getur orsakað það að vefir deyja og getur meira að segja orsakað varanlegar skemmdir á taugum. Allt sem dregur úr viðbrögðum ónæmiskerfisins dregur einnig úr því að vöðvar nái að jafna sig og gróa.
Þannig er hægt á að meiðsli grói með t.d cortisone lyfjum, flestum verkjalyfjum, köldum bökstrum eða ís og flest öllu öðru sem að lokar á viðbrögð ónæmiskerfis til að græða þessi meiðsli.
Ísinn dregur úr styrk, hraða, úthaldi og samhæfingu
Ís er oft notaður sem tímabundin meðferð til að hjálpa íþróttafólki með meiðsli halda áfram í keppni. Kælingin getur aðstoðað við að draga úr verkjum en hún truflar styrk, hraða, úthald og samhæfni ( Sports Med, Nov 28, 2011).
Í flestum rannsóknum er varða kælingu á meiðslum þá er kæling notuð í meira en 20 mínútur og flestar þessara rannsókna fengu þá niðurstöðu að kælingin drægi úr styrk, hraða, krafti og samhæfni þegar kemur að hlaupum sem dæmi.
Að hita upp meiðslin aftur í stuttan tíma jók hins vegar hraða, styrk og samhæfingu.
Höfundar þessara rannsókna sem vísað er í mæltu með að ef kæla á meiðsli til að draga úr bólgum þá ætti alls ekki að gera það lengur en í 5 mínútur, strax á eftir ætti síðan að hita upp meiðslin ef viðkomandi ætlaði að halda áfram keppni/æfingu.
Mælt er með þessu
Ef þú slasar þig/verður fyrir meiðslum, hættu að keppa/æfa samstundis. Ef að verkurinn er mikill og þú getur ekki hreyft þig þá skal skoða þig til að athuga hversu alvarleg meiðslin eru. Ef mögulegt þá ætti að hækka upp þann hluta sem varð fyrir meiðslunum til að nota þyngdaraflið svo bólga verði ekki eins mikil.
Manneskja sem er reynd í íþróttameiðslum á að skera úr um hvort bein séu brotin og hvort að hreyfing gæti aukið á meiðsli eða gert meiri skaða. Ef meiðsli eru bundin við vöðva eða mjúka vefi þá er hægt að vefja meiðsli með viðurkenndum þrýstiumbúðum.
Að setja ís á meiðsli hefur sýnt að hann dregur úr verkjum og er því í lagi að kæla meiðsli niður í stuttan tíma strax eftir að meiðsli hafa orðið. Talað er um allt frá 5 til 10 mínútum, fjarlægja skal svo kælingu í 20 mínútur og endurtaka kælingu aftur í 10 mínútur. Þetta má gera einu sinni til tvisvar á sömu meiðslin.
Það er alls engin ástæða til þess að kæla niður meiðsli 6 klukkutímum eftir að þau hafa orðið.
Heimild: athleticsweekly.com