Um allan heim starfar fjöldi vísindahópa við að skilgreina krabbamein af öllum gerðum. Tilgangurinn er að auka lifunarlíkur krabbameinssjúklinga með því að gefa þeim sértækari meðferðir, skilgreina áhættuþætti sem örva vöxt krabbameina og þróa skilvirkari aðferðir til að greina krabbamein.
Um allan heim starfar fjöldi vísindahópa við að skilgreina krabbamein af öllum gerðum.
Tilgangurinn er að auka lifunarlíkur krabbameinssjúklinga með því að gefa þeim sértækari meðferðir, skilgreina áhættuþætti sem örva vöxt krabbameina og þróa skilvirkari aðferðir til að greina krabbamein.
Oft virðist þessi vinna taka langan tíma og lítil þróun eiga sér stað. En þó skrefin séu smá þá eru þau sannarlega til staðar og geta skipt sköpum fyrir þá einstaklinga sem lenda í því að berjast við sjúkdóminn einhvern tíman á lífsleiðinni.
Í nýjustu samantekt The American Cancer Society kemur fram að dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna krabbameina hefur fækkað umtalsvert, eða um 23% síðan 1991 en þá voru dauðsföllin flest, og þeim fer enn fækkandi. Á þessum 24 árum hafa ótal rannsóknir verið framkvæmdar sem hægt og bítandi verða þess valdandi að dauðsföllum fækkar.
Smelltu HÉR til að lesa þessa grein til enda af vef hvatinn.is