Rannsóknin beinist að einstaklingum sem hafa fengi kransæðastíflu og leitast er við að fá upplýsingar um líðan eftir áfallið og hvaða áhrif það hefur á einstaklinginn og hvað heilbrigðisstarfsfók getur gert til að bæta líðanina.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar og verið tilkynnt til Persónuverndar.
Rannsóknin er svokölluð eigindleg rannsóknaraðferð þar sem gögnum verður safnað með viðtölum, miðað er við að fá 10-12 einstaklinga í 1-2 viðtöl. Viðtölin verða hljóðrituð og eftir að þau hafa verið afrituð orðrétt er upptakan eyðilögð. Í afrituninni er nöfnum og staðháttum breytt til að ekki sé unnt að rekja niðurstöður rannsóknarinnar til ákveðinna einstaklinga. Allar upplýsingar sem þátttakendur veita í viðtölunum, verða meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og nafnleynd og farið að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu frumgagna.
Þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar eða áhuga á þátttöku í ofangreindri rannsókn geta fengið frekari upplýsingar í síma Birnu Gestsdóttur 8983820 eða senda fyrirspurn í tölvufang birnag@hsu.is
Fyrirhugaðir þátttakendur fá ekki greitt fyrir þátttöku í rannsókninni.
Tekið skal fram að þeir sem hafa samband eru með því aðeins að lýsa yfir áhuga sínum á því að fá frekari upplýsingar, ekki að skuldbinda sig til þátttöku. Þeir sem taka þátt í rannsókninni geta hvenær sem er dregið sig út úr rannsókninni án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Virðingarfyllst,
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar og leiðbeinandi nemenda er Árún Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri arun@unak.is
Meðrannsakandi er hjúkrunarfræðingur og meistaranemi við Háskólann á Akureyri Birna Gestsdóttir, birnag@hsu.is og ha060047@unak.is sími 8983820
Með hjartans kveðju,
Ásgeir Þór Árnason
framkvæmdastjóri Hjartaheilla
Beinn sími: 560 4807
Farsími: 693 8800
asgeir@hjartaheill.is