Fara í efni

Krisztina G. Agueda ný í Heilsutorgs teyminu

Krizstina mun skrifa um sitt sérsvið sem er hreyfing barna og ungbarna, þjálfun mæðra á meðgöngu og eftir barnsburð.
Krisztina G. Agueda
Krisztina G. Agueda

Krisztina G. Agueda er ættuð frá Ungverjalandi en hefur búið á Íslandi um árabil ásamt manni sínum og fjórum börnum. Menntun síns sem frístunda-, íþrótta-, eróbik- og fitnessþjálfari hlaut hún við íþróttaháskólann í Ungverjalandi þar sem hún stundaði nám frá árinu 2000 til 2004. Hún hefur einnig menntað sig og starfað sem þolfimi- og einkaþjálfar í Ræktinni og í Baðhúsinu, auk þess að stunda fjarnám í hinu sérhæfða hreyfingar prógrami PSMT (www.bhrg.hu). Hún hefur einnig stundað nám sem tengist þroska og þróun heilastarfsemi barna og þróaði námskeiðið – Snillingafimi, á grundvelli þess og eigin reynslu af börnum sínum fjórum.

Krisztina stofnaði Hreyfiland árið 2003 til að láta gamlan draum rætast. Hún vildi  miðla af meira en 20 ára reynslu sinni á mismunandi sviðum íþróttakennslu og heilsuræktar. Megin markmið með námskeiðum Hreyfilands er að hvetja foreldra til þess að njóta samverustunda með barninu sínu á skemmtilegan, örvandi og áhrifaríkan hátt. Krisztina trúir því að foreldrar séu ábyrgir fyrir vellíðan og þroska barna sinna og það sé skylda þeirra að leiðbeina þeim á fjölbreyttum sviðum og þá ekki síst með hreyfingu.

Krisztina hefur kennt börnum frá 3 til 6 ára  i Ungverjalani árið 1992-1996 verið aðstoðarþjálfari og keppnisdómari í áhaldafimleikum í Ungverjalandi og hefur auk þess persónulegar reynslu af Alþjóðlegum fitnesskeppnum (International Fitness Federation) og í dag er hún fulltrúi þeirrar stofnunar hér á landi (Íslenska fitness félagið - Fitkid á Íslandi). Önnur störf með börnum eru gegnum leikskólana Ársól og á Seltjarnarnesi og síðast en ekki síst gegnum Hreyfiland og allan þann fjölda ungbarna og barna sem hún hefur kynnst þar.

Krisztina hefur öðlast mikla reynslu af meðgönguleikfimi síðustu tólf ár, þar sem hún gekk sjálf með fjögur börn á þessu tímabili auk þess að stunda líkamsrækt samhliða brjóstagjöf. Hún nýtir því sína persónulegu reynslu til að byggja upp vönduð og góð námskeið.

Við bjóðum Krisztinu velkomna í Heilsutorgsteymið