Fara í efni

Lyf við sykursýki hefur sýnt virki á Alzheimers sjúkdóminn

Tiltölulega nýtt lyf við sykursýki, Paramlintide, öðru nafni Symlin hefur sýnt að það berst við stóra hluta af Alzheimers sjúkdómnum og gæti verið lausnin á nýrri meðferð fyrir milljónir manna og kvenna sem þjást af þessum illskæða sjúkdóm úti um allan heim.
Ef þetta er raunin þá eru það gleðifréttir
Ef þetta er raunin þá eru það gleðifréttir

Tiltölulega nýtt lyf við sykursýki, Paramlintide, öðru nafni Symlin hefur sýnt að það berst við stóra hluta af Alzheimers sjúkdómnum og gæti verið lausnin á nýrri meðferð fyrir milljónir manna og kvenna sem þjást af þessum illskæða sjúkdóm úti um allan heim.

Vísindamenn við Boston University School of Medicine sáu að þetta lyf sem notað er við sykursýki 1 og 2, dregur úr amyloid-beta peprides í heilanum en það er ástæðan fyrir því að fólk fær Alzheimers. Að nota þetta lyf við Alzheimers getur bætt minnið.

Þessi rannsókn BU sem er birt á netinu í Journal Molecular Psychiatry fann einnig út að sjúklingar með Alzheimers hafa lágt hlutfall af amylin í blóðinu.

Er hér kannski komið lyf sem getur bætt meðferð Alzheimers sjúklinga og það sem meira er, greint sjúkdóminn miklu fyrr?

Wendy Qiu M.D leiddi þessa rannsókn en hún er prófessor við Boston University. Hún tók fram að lyf sem þegar hefur verið samþykkt fyrir aðra sjúkdóma, lyf eins og Symlin gæti komist inn í heilann og væri virkt gegn Alzheimers sjúkdómnum að þá væri þetta tiltekna lyf búið að fara í gegnum allt kerfið, fá samþykki og því þyrfti ekki að bíða árum saman eftir því að það væri samþykkt sem lyf fyrir Alzheimerssjúklinga.

Heimildir: newsmaxhealth.com