HREYSTI - Boðhlaup SKRÁNIG Í HLAUP
Maraþonboðhlaup HREYSTI fer fram þann 12. júní 2014 á tveimur stöðum á landinu, í Reykjavík og á Akureyri.
Hlaupið er boðhlaupskeppni þar sem allt að sjö hlauparar skipa eitt lið. Hver liðsmaður hleypur að minnsta kosti einn hring af sjö hringja hlaupaleið. Heildarvegalengdin sem er hlaupin er hálft maraþon eða 21,097 km og því hver hringur 3 km. Keppt er í samtals 4 flokkum.
Allir þátttakendur fá staðlað viðurkenningarskjal með mynd af fremsta frjálsíþróttafólki landslins og að loknu hlaupi fer fram happdrætti á staðnum þar sem keppnisnúmer gildir sem happdrættismiði.
Allir þátttakendur fá einnig 25% afslátt af Newton skóm frá Afrekvörum Glæsibæ.
Lýsing á hlaupaleið í Reykjavík
Hlaupið hefst kl 20:00
Hlaupnir eru sjö hringir (3,07 km hver) og að auki bætt við rúmum 48 metrum í upphafi til að ná fullri lengd á hálft maraþon (21,0975 km.)
Markið er við innganginn í Húsdýragarðinn. Hlaupið er réttsælis. Eftir beina kaflann í upphafi er beygt til hægri upp stíg í gegnum garðinn átt að Laugarásvegi, síðan beygt til vinstri inn á malarstíg sem liggur að bílastæðinu við Farfuglaheimilið, hlaupið er út að gangstétt við Sundlaugarveg og beygt til hægri upp hana, síðan aftur til hægri inn á gangstéttina við Laugarásveg og henni fylgt að Sunnuvegi, þar er hlaupið eftir Sunnuveginum, fyrst niður og síðan til vinstri í átt að Holtavegi, beygt til hægri og hlaupið á gangstétt meðfram Holtavegi og áfram inn á göngustíg austan við Fjölskyldugarðinn, síðan beygt til hægri inn á gangstétt meðfram Engjavegi, aftur beygt til hægri niður gangstíginn milli Fjölskyldugarðs og Húsdýragarðs, framhjá hringtorginu og beygt til vinstri inn á beina kaflann að markinu og skiptisvæðinu við innganginn í Húsdýragarðinn.
Hvergi er farið yfir umferðargötu, að því undanskildu að heimilt er að hlaupa stystu leið á akbrautinni á Sunnuvegi ef umferð leyfir, en annars haldi hlauparar sig á gangstéttum og stígum.
Skiptisvæði er 20 m langt, 10 m beggja vegna marklínunnar.
- Hlaupaleið HREYSTI Maraþonboðhlaupsins í Reykjavík sjá hér
Lýsing á hlaupaleið á Akureyri
Hlaupið hefst kl 20:00 á bílaplaninu fyrir neðan við leikhúsið á Akureyri. Hlaupið verður um innbæinn, kringum tjarnirnar og tilbaka. Hringurinn er 3 km.
Keppnisflokkar:
H: Hópur
H1: Fyrirtæki/Íþróttamenn/saumaklúbbar ofl. Blandaður flokkur með fleiri körlum en konum
H2: Fyrirtæki/Íþróttamenn/saumaklúbbar ofl. Blandaður flokkur með fleiri konum en körlum
E: Einstaklingar
Einn hlaupari hleypur alla vegalengdina 21.097km
E1: Karlar
E2: Konur
** Frjálsíþróttasambandið útvegar boðhlaupskefli.
Aðalstyrktaraðili hlaups er:
SKEIFUNNI 9 - hreysti.is
Áheitasöfnun
Hægt verður að heita á sigurvegara að upphæð að eigin vali. Til dæmis ef fyrirtæki sendir lið til keppni gæti það heitið á sigur liðsins að upphæð x kr. Fer þá upphæðin í afrekssjóð hjá FRÍ sem nýtt verður fyrir afreksíþróttafólk. Markmið FRÍ er að afrekssjóðurinn muni á endanum standa undir sér því einungis verður úthlutað helmingi upphæðar úr sjóðnum í einu.
Skráning, greiðsla og úthlutun keppnisnúmera
Skrá verður nafn sveitar, nöfn hlaupara, keppnisflokk og staðsetningu hlaups á landinu. Fyrirliði hópsins skráir sveitina og greiðir um leið.
Skráningargjald í liðakeppni kostar 10.500 kr á lið.
Skráningargjald í einstaklingshlaup er 3.500 kr.
Keppnisnúmer verða úthlutuð á keppnisstað 12. júní frá kl 18:30 og fram að hlaupi.
Öll skráning er bindandi og fæst skráningargjald ekki endurgreitt.
Nánari upplýsingar um hlaupið veitir Þórey Edda Elísdóttir,thoreyedda@fri.is og í síma 6631863
Aðrir aðilar sem koma að hlaupinu eru: