Heilsutorg.is er hugsað sem miðja óháðrar umfjöllunar um heilsu á Íslandi fyrir alla flokka heilsutengdra upplýsinga. Þar birtist heildræn nálgun á efni tengdu andlegri og líkamlegri heilsu sem fólk hefur áhuga á í dag og mun leita að í framtíðinni.
Inn á síðuna skrifa í dag læknir, næringarfræðingar, sálfræðingur, sjúkraþjálfarar, íþróttakennari, matreiðslumenn, lýðheilsufræðingar og fleiri fagaðilar auk gestapenna. Þessir fagaðilar skrifa á síðuna endurgjaldslaust og gefa þannig vinnu sína almenningi til heilla. Staðið er undir kostnaði við uppsetningu og rekstur síðunnar með auglýsingum sem gætt er að tengist ekki óhollustu í mataræði eða neikvæðum lifnaðarháttum.
Heilsutorg.is á að vera upplýsandi á fræðilegan og faglegan máta en einnig á hún að vera vefsíða sem fólk leitar inn á daglega, sér til ánægju og til að fylgjast með því sem er á döfinni og í brennidepli á hverjum tíma.
Heilsutorg.is býður upp á gagnvirka nálgun bæði í gegnum helstu netsamfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter ásamt HeilsutorgTV sem verður lifandi miðill og mun færa nýja vídd inn í heilsuflóruna á Íslandi. Síðan er einnig sérhönnuð fyrir snjallsíma, aðgengi er á vefslóðinni www.m.heilsutorg.com. Heilsutorg.is er lifandi vefur sem uppfærist alla daga vikunar, allt árið um kring og er með góða tengingu við aðra fréttamiðla.
Síðan í júní hefur mikið vatn runnið til sjávar. Vefsíðan hefur náð aðsókn sem nemur að meðaltali 4.130 heimsóknum á dag. Yfir 3,820 manns hafa vingast við Heilsutorg.is á samskiptavefnum Facebook. Vefurinn hefur verið að fara uppí 5,320 mest suma daga, eins og í gær t.d. Sumar greinar á vefnum sem hafa verið settar á Facebook síðu okkar ná að vera lesnar og skoðaðar yfir 32,000 sinnum.
Í dag er einnig hægt að fara inná vefinn á slóðinni www.heilsutorg.is
Takk fyrir góðar móttökur.
Heilsuteymi og starfsfólk Heilsutorg.is