Fara í efni

Mikka maraþon

Mikka maraþon fer nú fram í annað sinn en þetta 4,2 km hlaup er frábært innlegg inn í 17. júní hátíðarhöld fjölskyldunnar því hvað á betur við hæfi en sameiginleg hreyfing áður en hátíðarhöld dagsins hefjast.
Mikka maraþon

Mikka maraþon fer nú fram í annað sinn en þetta 4,2 km hlaup er frábært innlegg inn í 17. júní hátíðarhöld fjölskyldunnar því hvað á betur við hæfi en sameiginleg hreyfing áður en hátíðarhöld dagsins hefjast.

Mikka maraþon fór fyrst fram árið 2012 í frábæru veðri og tóku 820 börn þátt en viðburðurinn verður með sama sniði nú nema við bætist 10 km veglengd sem ekki var í fyrra. Hlaupið hefst kl. 11 en mikilvægt er að vera mætt fyrr sér í lagi ef að sækja þarf númerið rétt fyrir hlaupið.

Nú þegar eru yfir 750 börn skráð allt niður í 2 ára gömul.

Sjáumst hress og kát í Mikka Maraþoni í flottu grænu bolunum og með risastórt bros á vör.