Fara í efni

Niðurstöður könnunar um ánægju viðskiptavina á þjónustu heilsugæslustöðva á Íslandi

Doktor.is gerði netkönnun með það að markmiði að skoða ánægju viðskiptavina á þjónustu heilsugæslustöðva á Íslandi.
Niðurstöður könnunar
Niðurstöður könnunar

Doktor.is gerði netkönnun með það að markmiði að skoða ánægju viðskiptavina á þjónustu heilsugæslustöðva á Íslandi.

Notast var við sömu könnun og Embætti Landlæknis hefur beitt til þess að átta sig á þjónustunni. Könnunin var keyrð tímabilið 18.nóvember 2014 til 08.desember 2014. Alls tóku 663 einstaklingar þátt. 11% svarenda voru karlar en yfirgnæfandi meirihluti svarenda var konur eða 89%. Flestir sem svöruðu voru af Höfuðborgarsvæðinu eða tæp 61%. Könnunin náði til allra heilsugæslustöðva á landinu og var svörun við nánast hverri einustu einingu. Nokkuð jöfn dreifing var á milli heilsugæslustöðva, sérstaklega á Höfuðborgarsvæðinu.

Gáfu svarendur upp ástæður komu skipt í 5 mismunandi þætti. rúm 80% sóttu sér aðstoð vegna veikinda, 21% til endurnýjunar lyfja, 16% voru til eftirlits og heilsuvernd tæp 7% en hægt var að svara fleiri en einum möguleika.

Þá var spurt hvernig tímapöntun hefði átt sér stað og var yfirgnæfandi meirihluti í gegnum síma, einungis lítið brot með tölvupósti og nokkrir í gegnum rafræna bókun eða 3,2%. Einnig var spurt um það hversu langt væri frá tímapöntun og hvort biðtími eftir tíma væri langur. Ríflega helmingur svarenda pantaði tímann fyrir einni viku eða meira, þó viðtalsþörfin hafi verið talin brýn og 54% fannst biðtíminn vera langur eða mjög langur eftir viðtali.

Einungis 55% eru skráðir hjá ákveðnum lækni, en þeir sem það voru fengu í 47% tilvika tíma hjá honum sem verður að teljast óviðunandi.

Viðmót þjónustuveitenda var í flestum tilvikum gott eða mjög gott og upplifun af þjónustunni var góð auk þess sem biðtími á biðstofu var viðunandi. Þannig má segja að þjónustan virki vel þegar einstaklingurinn fær hana á endanum. Þrátt fyrir það voru 8% einstaklinga sem fengu ekki úrlausn erindis síns og 13% voru óánægð með þá lausn sem þeir fengu.

Þegar á heildina er litið voru 47% frekar eða mjög óanægð/ir með framboð á þjónustu, 32% með almenna upplýsingagjöf og 33,5% með þjónustuna í heild sinni. Það eru ekki ásættanlegar niðurstöður heldur. En vel að merkja þá er þetta þýði mögulega ekki yfirfæranlegt yfir alla heildina, en gefur vísbendingar um að mikið megi bæta úr þeirri þjónustu sem veitt er á heilsugæslustöðvum vítt og breitt um landið.

Ljóst er að það er ýmislegt sem má bæta af svörum þeirra sem tóku þátt varðandi þjónustuna en  einna helst kom ráðleggingin að fá inn fleiri lækna og að hver og einn ætti sinn eigin lækni og skyldi engan undra. Þá var mikið rætt að fá sálfræðiþjónustu og sjúkraþjálfun inn á heilsugæslustöðvar, einnig var minnst á einkarekstur en sú heilsugæslustöð sem fékk besta og jákvæðusta viðmótið og átti ánægðustu viðskiptavinina var Heilsugæslan í Salahverfi sem er einmitt einkarekin stöð með samning við ríkið.

h

Heimild: doktor.is