Fara í efni

Niðurstöður úttektar benda ekki til þess að bóluefni gegn leghálskrabbameini valdi alvarlegum aukaverkunum

Þann 5. nóvember sl. birti Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EMA) ítarlega vísandaleg úttekt sem lýtur að tilkynningum um að tvenn heilkenni um svæðisbundna verki, (complex regional pain syndrome-CRPS) annars vegar og hjartsláttar vegna stöðubreytingar (postural orthostatic tachycardia syndrome-POTS) hins vegar, hjá ungum stúlkum sem fengið hafa bólusetningu gegn HPV sem veldur leghálskrabbameini.
Niðurstöður úttektar benda ekki til þess að bóluefni gegn leghálskrabbameini valdi alvarlegum aukave…

Þann 5. nóvember sl. birti Lyfjastofnun Evrópusambandsins (EMA) ítarlega vísandaleg úttekt sem lýtur að tilkynningum um að tvenn heilkenni um svæðisbundna verki, (complex regional pain syndrome-CRPS) annars vegar og hjartsláttar vegna stöðubreytingar (postural orthostatic tachycardia syndrome-POTS) hins vegar, hjá ungum stúlkum sem fengið hafa bólusetningu gegn HPV sem veldur leghálskrabbameini.

Niðurstöður úttekta benda ekki til þess að bóluefni gegn leghálskrabbameini valdi þessum alvarlegu aukaverkunum.

Heilkenni svæðisbundinna verkja (CRPS) lýsir sér í viðvarandi verkjum í útlimi en heilkenni hjartsláttartruflana (POTS) lýsir sér í auknum hjartslætti með svima, yfirliði, höfuðverk, ógleði og þreytu þegar sest er eða staðið er upp.

Þessi heilkenni geta í sumum tilfellum valdið alvarlegri skerðingu á lífsgæðum. Þau eru þekkt meðal fólks hvort sem það er bólusett eða ekki.

Talið er að um það bil 150 stúlkur og ungar konur á hverja milljón á aldrinum 10–19 ára greinist með CRPS. Það sama á við um POTS. Engar vísbendingar hafa fundist um að það sé nokkur munur á þeim sem eru bólusett með bóluefnunum Cervarix, Gardasil og Gardasil 9 og óbólusettum ungum konum. Cervarix er það bóluefni sem ungum stúlkum er boðið á Íslandi um þessar mundir. Það er því engin ástæða til að breyta þessari bólusetningu hér á landi.

Áfram verður fylgst grannt með öllum vísbendingum sem kunna að berast um aukaverkanir bóluefna.

Sóttvarnalæknir

Grein af vef landlaeknir.is