Fara í efni

Nýir íslenskir jurtadrykkir á markað

Um er að ræða þrjár útgáfur af drykkjum.
Þetta er gamla góða lúpínuseyðið
Þetta er gamla góða lúpínuseyðið

Fyrirtækið Svarti Haukur hefur sett á markað nýja íslenska jurtadrykkjalínu. Fyrirtækið hefur um þriggja ára skeið framleitt Lúpínuseyðið sem kennt er við Ævar Jóhannesson, en nú bætast við þrír nýir drykkir úr hvönn auk þess sem Lúpínuseyðið hefur fengið enn frekari virkni og er um leið orðið mun bragðbetra.
Um er að ræða íslenskt fyrirtæki, sem framleiðir frá grunni íslenska drykki úr íslenskum jurtum; ætihvönn, lúpínurótum, geithvönn, njóla og litunarmosa auk þess sem í drykkjunum er hráefni sem allt er talið virka vel gegn margvíslegum kvillum.

Lúpínuseyðið
Þetta er gamla góða lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson framleiddi og gaf fólki í um aldarfjórðung. Uppskriftin er sú sama, en nú er búið að bæta við; engifer, sítrónusafa og stevíu og bragðið því talsvert betra og áhrifin sömuleiðis. Lúpínuseyðið hefur gert mörgum gott. Í æviminningum Ævars og á heimasíðunni,  www.lupinuseydi.is er að finna magnaðar sögur af fólki sem hefur haft gott af því að drekka seyðið.

Hvannardrykkirnir
Um er að ræða þrjár útgáfur af drykkjum sem byggjast á fræjum hinnar mögnuðu lækningajurtar, Ætihvannar. Í öllum drykkjunum er auk hvannarinnar; engifer, sítróna og stevía. Í einum drykknum bætast svo bláber við, í öðrum er það mynta og spínat og í þeim þriðja, pera og túrmerik. Hver drykkur er því hlaðinn hollu hráefni úr náttúrunni, en hvorki viðbættan sykur, né rotvarnarefni er að finna í drykkjunum.

Ætihvönn er ein merkasta lækningajurt Íslandssögunnar en hvönnin hefur verið notuð  allt frá landnámi. Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa sýnt að í hvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi auk efna sem virðast örva ónæmiskerfið. Ætihvönn hefur verið notuð við meltingartruflunum svo sem krampa og vindi í meltingarfærum og gegn kvilla í lifur. Hvönnin hefur verið talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og verið notuð við bronkítis og brjósthimnubólgu og öðrum lungnakvillum. Hvönnin er ennfremur  talin virka vel gegn tíðu þvagláti, blöðrubólgu, hálsbólgu, kvefi og flensu.

Drykkirnir eru seldir í 500 ml flöskum og fást í Heilsuhúsinu, Hagkaupi, Fjarðarkaupi, Lifandi markaði, Blómavali, Vöruvali Vestamannaeyjum og Hlíðarkaupi Sauðárkróki.