Stöndum saman - styrkjum beinin
Hverju erum við eiginlega að safna fyrir? Beinþéttnimælir er tæki sem mælir kalkmagn í beinum. Mælingin er einföld og sársaukalaus fyrir sjúklinginn og sker úr um það hvort beinþynning er á ferðinni.
Mjólk er besti kalkgjafi sem völ er á. Úr D-vítamínbættri léttmjólk færðu einnig D-vítamín, sem erfitt getur verið að fá nóg af úr fæðunni. Þessi tvö efni skipta lykilmáli við að byggja upp sem mesta beinþéttni á unga aldri og viðhalda henni alla ævi.