Fara í efni

Geðsjúkdómar geta stytt líf þitt eins mikið og reykingar gera

Alvarlegir geðsjúkdómar geta stytt lífið allt frá sjö og upp í 24 ár, en það er svipað ef ekki verra en fyrir þá sem reykja, segir í nýrri rannsókn.
Geðsjúkdómar og ótímabær dauði
Geðsjúkdómar og ótímabær dauði

Alvarlegir geðsjúkdómar geta stytt lífið allt frá sjö og upp í  24 ár, en það er svipað ef ekki verra en fyrir þá sem reykja, segir í nýrri rannsókn.

„Vísindamenn fundu að marga af geðsjúkdómum má tengja við styttra líf á sama hátt og þeir sem reykja meira en 20 sígarettur á dag“, Dr. Seena Fazel vinnur með department of psychiatry við University of Oxford í Bretlandi, en þetta eru niðurstöður í nýrri rannsókn sem gerð var við University of Oxford og var nýlega gefin út.

„Það eru líklega margar ástæður fyrir þessu. Óheilbrigt líferni og hegðun er algeng meðal geðsjúklinga, sérstaklega misnotkun lyfja og áfengis. Einnig eru geðsjúkir líklegri til að taka eigið líf“. Sagði Fazel.

„Sá smánarblettur sem er oft þegar kemur að geðsjúkdómum gæti þýtt að fólk er ekki meðhöndlað eins vel þegar kemur að þeirra líkamlegu heilsu ef farið er að hitta lækni“.

Fazel og hennar samstarfsmenn fóru yfir 20 rannsóknir sem litu á tengingu milli geðheilsu og dauðsfalla. Þessi rannsókn náði til 1,7 milljón manns og 250.000 dauðsfalla.

Vísindamenn fundu að alvarlegir geðsjúkdómar geta dregið verulega úr lífslíkum fólks. Sem dæmi, þá var meðaltalið 10 til 20 árum styttra en hjá þeim sem er með geðklofa, 9 til 20 árum styttri hjá þeim sem voru með bipolar disorder, 7 til 11 árum styttri hjá þeim sem eru með þunglyndi að staðaldri og 9 til 24 árum styttri hjá þeim sem að misnota lyf og áfengi.

Til viðmiðunar, stórreikinga manneskja styttir sitt líf um 8 til 10 ár.

Þó að þessi rannsókn hafi fundið tengsl á milli geðveiki og aukningu á ótímabæran dauða, þá sannaðist ekki að geðkvillar orsaki ótímabæran dauða.

Þessar niðurstöður voru gefnar út online þann 23.maí í the Journal World Psychiatry.

Heimild: health.com