Á Íslandi er áætlað að um 600 manns glími við parkinsonsjúkdóminn. Á 30 ára afmælisári Parkinsonsamtakanna á Íslandi var gerð heimildarmynd sem hefur það markmið að auka skilning almennings á eðli sjúkdómsins. Sagt er frá einkennum og meðferðum og hvernig parkinsongreindir takast á við þau vandamál sem sjúkdómnum fylgja.
Smá um samtökin (ef það passar að setja það inn þarna einhvers staðar):
Parkinsonsamtökin á Íslandi eru öllum opin, bæði parkinsongreindum og aðstandendum. Hjá Parkinsonsamtökunum er boðið upp á fræðslu, námskeið og jafningjastuðning. Nánari upplýsingar á www.parkinson.is.
SJÁ HEIMILDARMYND HÉR FYRIR NEÐAN EÐA Í HEILSUTORGtv