Fara í efni

Purelogicol - Kraftaverk eða (rándýrt) kjötsoð ?

Barátta gegn fæðubótarfalsi og heilsufúski er ekki ósvipuð og barátta Herkúlesar við marghöfða orminn Hydra sem bjó í vatninu Lerna. Herkúles hjó hausana af orminum en það uxu bara jafnharðan tveir nýir í stað hvers sem af var höggvinn, svo ormurinn reyndist óvinnandi, að minnsta kosti þar til hann tók til örþrifaráða
Purelogicol - Kraftaverk eða (rándýrt) kjötsoð ?

Björn Geir Leifsson læknir skrifar: 

Barátta gegn fæðubótarfalsi og heilsufúski er ekki ósvipuð og barátta Herkúlesar við marghöfða orminn Hydra sem bjó  í vatninu Lerna. Herkúles hjó hausana af orminum en það uxu bara jafnharðan tveir nýir í stað hvers sem af var höggvinn, svo ormurinn reyndist óvinnandi, að minnsta kosti þar til hann tók til örþrifaráða.

Eins og þið þekkið þá argaðist ég hér í blogginu um tíma gegn velviljuðum en vankunnandi kaupmönnum sem auglýsa alls konar ómerkilegt matvæladuft á ofurverði með ósönnum fullyrðingum um ómöguleg kraftaverk. Vörum þessum, sem eiga flestar að gera hvorki meira né minna en fjölmörg kraftaverk í einu, er sérstaklega beint til auðblekktra undirhópa svo sem árangursþyrstra íþróttamanna og örvæntingarfullra offitusjúklinga.

Ég fékk að sjálfsögðu yfir mig heilmiklar skammir og formælingar bæði opinberlega og á bak við tjöldin. En ég fékk líka hvatningar og hrós svo þetta var nú ekki alslæmt.

 

Mæli með að þú lesir þessa grein til enda HÉR

Af bloggi Björns http://bjorn-geir.blog.is