Rannsóknin kom út í European Heart Journal í mars 2014 og er fyrsta rannsóknin sem fer kerfisbundið yfir niðurstöður fyrri rannsókna á tengslum milli öfgafullra tilfinninga og ýmiskonar hjartavandamála. Rannsóknin ber titilinn „Outbursts of Anger as a Trigger of Acute Cardiovascular Events: a systematic Review and Meta-Analysis“.
Rannsóknin var leidd af Murray Mittleman (MD, DrPH) en hann er forstjóri yfir the Cardiovascular Epidemiology Research Unit við Harvard Medical School. Rannsakendur skoðuðu vítt samansafn rannsókna sem gerðar voru á tímabilinu janúar 1966 til júní 2013 og skoðuðu tengsl milli reiði og ýmissa hjarta- og æða uppákoma og vandamála.
Ein af rannsakendunum, Elizabeth Mostofsky (MPh, ScD), kennari við Harvard School of Public Health segir að „þrátt fyrir að hættan á að fá hjartaáfall í kjölfar eins reiðikasts sé frekar lítil, þá getur hættan „hlaðist upp“ hjá þeim sem fá reglulega reiðiköst“.
Rannsakendur segja að þessar niðurstöður séu sérstaklega mikilvægar fyrir fólk sem er í áhættuhópi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma sökum ýmissa undirliggjandi þátta eða einstaklinga sem hafa áður fengið hjartaáfall, heilablóðfall eða sykursýki.
Mostofsky segir einnig að einstaklingur sem er ekki með marga áhættuþætti fyrir hjartasjúkdóma og upplifir aðeins eitt reiðikast á mánuði sé í mjög lítilli viðbótarhættu á að fá hjartaáfall, en einstaklingur sem er með ýmsa áhættuþætti, eða sögu um fyrri hjartaáfall eða heilablóðfall og fær oft reiðiköst, er í aukinni hættu sem einnig „hleðst upp“ með tímanum.
Höfundar rannsóknarinnar telja að það séu nokkrur undirleggjandi ferli sem tengi reiðiköst við hjartavandamál. Þeir segja að áður hafi verið sýnt fram á að sálfræðilegt stress auki hjartsláttartíðni og hækki blóðþrýsting og æðaviðnám (e. vascular resistance). Þeir segja einnig að breytingar í blóðflæði geti valdið blóðkekkjum og örvað bólguviðbrögð.
Reiðikast = hjartaáfall?
Á meðal fólks sem er oft reitt, þá geta 5 reiðiköst á dag valdið um 158 auka hjartaáföllum á ári á hverja 10.000 einstaklinga sem eru með fáa áhættuþætti fyrir hjartavandamálum, og um 657 auka hjartaáföllum á hverja 10.000 einstaklinga árlega sem eru með mikla áhættuþætti.
Tveimur klukkustundum í kjölfar reiðikasts þá eykst hættan á hjartaáfalli (e. myocardial infarction (MI) or acute coronary syndrome (ACS)) næstum fimmfalt. Hættan á heilablóðfalli hækkar rúmlega þrefalt. Hættan á hjartsláttartruflunum eykst einnig miðað við það þegar einstaklingar eru ekki reiðir.
Mittleman ráðleggur: „það er mikilvægt að viðurkenna að reiðiköst hafi tengsl við aukna hættu á hjartaáföllum, heilablóðfalli og hjartsláttartruflunum. Læknar eiga að spyrja einstaklinga út í reiðiviðbrögð/reiði-stig þeirra og ef það er frekar hátt, þá ættu þeir að íhuga að stinga upp á annað hvort sálfræðilegu inngripi eða lyfjum“.
Niðurstaða: hvernig á að lækna ófriðvænlegt hjarta?
Rannsakendur álykta að „miðað við þá lexíu sem við höfum lært af því að meðhöndla þunglyndi í kjölfar hjartaáfalls, þá er það að meðhöndla reiði sem einangrað vandamál ekki líklegt til árangurs. Í staðinn ætti að reyna víðari og yfirgripsmeiri nálgun til að meðhöndla bráða sem og krónískt andlegt stress, og viðeigandi streituvalda, en það er líklega það sem þarf til að meðhöndla ófriðvænlegt hjarta.“
Góðar þolæfingar, tímar í kickbox eða að lyfta lóðum er dæmi um leiðir sem hægt er að prófa til að minnka stress. Slökunaraðferðir, núvitundar æfingar, hugleiðsla og jóga er einnig eitthvað sem hægt er að prófa. Einnig eru til lyf sem geta hjálpað, en gott er að prófa einnig aðrar aðferðir þar sem lyfin geta haft hliðarverkanir og ekki verið eins árangursrík til lengri tíma.
Þýtt og endursagt af Psychology today.
Hanna María Guðbjartsdóttir.
Tengt efni: