Sendum ykkur hér nokkrar ábendingar um hvernig þið getið komið ykkar félagi á framfæri á lokasprettinum ásamt ýmsum atriðum sem gott er að hafa í huga.
Sendum ykkur hér nokkrar ábendingar um hvernig þið getið komið ykkar félagi á framfæri á lokasprettinum ásamt ýmsum atriðum sem gott er að hafa í huga.
Póstur til hlaupar
Föstudaginn 14.ágúst fer út hvatningarpóstur á alla góðgerðahlaupara þar sem þeim er bent á ýmsa möguleika til að koma söfnun sinni á framfæri og einnig á að kynna sér starfsemi góðgerðafélagsins sem þeir hlaupa fyrir. Hver og einn hlaupari fær sent nafn og heimasíðu eða facebook síðu síns félags. Ef þið hafið skilaboð til "ykkar" hlaupara væri því tilvalið að koma þeim á heimasíðuna eða facebook síðuna ykkar sem fyrst. Skráð heimasíða/facebook síða þíns félags er http://ao.is/. Ef þú vilt breyta slóðinni skaltu senda okkur póst í síðasta lagi fimmtudaginn 13.ágúst með nýjum upplýsingum.
Síður góðgerðafélaganna
Í byrjun sumars voru gerðar breytingar á síðum góðgerðafélaganna á hlaupastyrkur.is. Þar geta félögin nú fengið betri yfirsýn yfir það sem hefur safnast til þeirra og auðveldara er að deila síðunni á samfélagsmiðlunum en áður. Þá er einnig búið að bæta við viðbót sem grípur allt með myllumerkinu (hashtaginu) #hlaupastyrkur á facebook og instagram. Stefnt er að því að á næsta ári verði hægt að setja inn sér myllumerki fyrir hvert félag til að hlauparar geti fylgst með því hvað er um að vera hjá sínu félagi.
Hvatning á hlaupaleiðinni eru bestu þakkirnar
Þátttakendur í hlaupinu taka það ítrekað fram við okkur hversu ánægð þau eru með hvatninguna frá góðgerðafélögunum á hlaupaleiðinni. Mörg félög hafa staðið sig mjög vel og mæta með fjölmennt lið ár eftir ár og eru mjög virk á hvatningarstöðvum sínum. Það er þó ekki fjöldinn sem skiptir máli því það er vel hægt að láta mikið fyrir sér fara með tónlist, potta og/eða pönnu slætti. Heimagerð skilti og skraut eru margir líka lagnir við að útbúa með litlum kostnaði.
Til þess að hvetja ykkur enn frekar áfram í þessu ætlum við að draga út hvatningarverðlaun í ár. Félög sem vilja vera með þurfa að skrá sig til þátttöku, taka mynd á hlaupdag og setja á instagram merkta #hlaupastyrkur @reykjavikmarathon. Allar líflegar og skemmtilegar hvatningarstöðvar fara svo í pott þar sem tvær stöðvar verða dregnar út og fá 50.000 krónur í verðlaun. Hvert félag má vera með fleiri en eina stöð til að eiga meiri möguleika á að vera dregin út en athugið þó að aðeins líflegar og skemmtilegar hvatningarstöðvar fara í pottinn.
Góðgerðafélög þurfa sjálf að velja sér hvatningarstað við brautina og gæta þess að trufla ekki hlaupara og starfsmenn. Athugið að margar götur eru lokaðar vegna Menningarnætur og einnig eru lokanir og truflun á umferð vegna hlaupsins. Því þarf að velja stað sem þið vitið að ykkar fólk getur komist á þrátt fyrir lokun gatna. Þau sem ætla að vera með tónlist ættu ekki að staðsetja sig nálægt hvatningarstöðvum á vegum samstarfsaðila hlaupsins því þar verður tónlist. Smellið hér til að skoða töflu yfir áætlaðar tímasetningar á því hvenær hlauparar fara hjá góðum hvatningarstöðum og hér til að skoða kort af hlaupaleiðum.
Þau góðgerðafélög sem vilja eiga möguleika á að vera dregin út þurfa að senda okkur póst áaheit@marathon.is í síðasta lagi föstudaginn 21.ágúst með upplýsingum um staðsetningu sinnar hvatningarstöðvar. Myndir af hvatningarstöðvunum merktar #hlaupastyrkur @reykjavikmarathon þarf að setja inn á instagram á hlaupdag eða daginn eftir hlaup. Tilkynnt verður um sigurvegara á uppskeruhátíð áheitasöfnunarinnar sem að öllum líkindum verður haldin í september.
Smelltu hér til að ná í vefborða með útliti auglýsingaherferðar hlaupsins í ár. Vefborðinn er gerður fyrir opnumynd á Facebook en einnig er hægt að minnka hann til notkunar á öðrum stöðum eins og t.d. heimasíðum eða tölvupósti. Einnig má nota merki hlaupsins sem má finna hér í tengslum við kynningu á söfnuninni.
Gangi ykkur vel á lokasprettinum.
Kveðja, Starfsfólk Reykjavíkurmaraþons www.marathon.is s. 535 3700
|
|
Tengdar fréttir