Þetta er meira en þreföld aukning miðað við fyrri ár því að síðastliðin ár hafa árlega greinst 2–5 einstaklingar með sárasótt. Uppruni sýkinga á undanförnum árum hefur yfirleitt verið erlendur, en sýkingarnar í ár eru flestar af innlendum toga.
Sýkingahrinur af völdum sárasóttar og annarra kynsjúkdóma eru vel þekktar meðal karla sem stunda kynlíf með körlum í öðrum löndum, einkum í stórborgum, en sýkingarnar hafa einnig dreifst út til gagnkynhneigðra einstaklinga.
Sóttvarnalæknir vill einnig vekja athygli á því að árlega greinast flest tilfelli af klamydíu á Íslandi miðað við önnur lönd Evrópu.
Það er því full ástæða til að minna á ábyrgð hvers og eins að verja sjálfan sig og aðra gegn sjúkdómum sem smitast við kynmök.
Nánari upplýsingar um sárasótt er hægt að nálgast á http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item13101/Sarasott
Sóttvarnalæknir
Heimild: landlaeknir.is