Áður hafa rannsóknir sýnt að heilbrigður saur getur haft jákvæð áhrif á örveruflóru meltingavegarins og meðal annars hefur aðferðin verið notuð til þess að meðhöndla bakteríusýkingar af völdum Clostridium difficile.
Rannsókninni er stýrt af Massachusetts spítala og er ætlunin að komast að því hvort hægt sé að nota saur í töfluformi sem meðferðarúrræði fyrir einstaklinga í ofþyngd.
Aðferðin kallast “Faecal microbiota transplantation” og virkar þannig að meltingarbakteríur frá heibrigðum, grönnum einstaklingi eru gefnar einstaklingi í ofþyngd í formi töflu sem inniheldur frostþurrkaðan saur.
Til stendur að 21 einstakaklingur taki þátt í rannsókninni sem kemur til með að standa yfir í a.m.k. þrjá mánuði.