Hvað ef þú gætir útbúið einfaldan og bragðgóðan jóladesert sem myndi skiljaþig eftir sátta og sæla?
Desert, sætar kökur og lítill sektarlaus moli er órjúfanlegur þáttur flestra yfir hátíðirnar. Aftur á móti fyrir mörg okkar hjálpa þessar hefðbundu eftirrétta kökur ekki til við að halda þyngdinni í skefjum og hvað þá liðverkjum eða hórmónaójafnvægi.
Lifðu til fulls kynnir því, Sektarlaus jól: Hrákökunámskeið Júlíu, námskeið í hrákökum og hráfæðiseftirréttum.
Á þessu skemmtilega námskeiði lærirðu að búa til holla, girnilega og ómótstæðilega bragðgóða desertköku fyrir jólin, eða önnur tilefni, úr náttúrulegu hráefni. Námskeiðið byggst upp á fræðslu og sýnikennslu ásamt smakki.
Þú lærir hollráð og flýtiaðferðir á bak við bragðgóða hráköku og útbúum við einfalda, fljótlega, holla og einstaklega bragðgóða eftirrétti saman.
Námskeiðið er frábært fyrir byrjendur í hráfæði jafnt sem lengra komna. Margir eru sammála að aukið hráfæði í mataræði hjálpi til við að halda kjörþyngd og upplifa vellíðan og orku. Á námskeiðinu er eingöngu notast við algeng eldhúsáhöld s.s matvinnsluvél og blandara við “baksturinn”. Fallegt uppskriftahefti fylgir með námskeiðinu.
Tími: 17:30 – 21:00
Staðsetning: Kríunes Hótel, 203 kóp
Verð: 8.900 kr
Júlía Magnúsdóttir er næringar- og lífsstílsráðgjafi, vottaður markþjálfi og stofnandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfun sem hjálpar þér að ná árangri í markmiðum þínum til lífstíðar. www.lifdutilfulls.is