Sjö nýir einstaklingar hafa gengið til liðs við fagteymi Heilsutorgs og eiga þeir aðeins eftir að styrkja hinn fjölbreytta og fróða hóp fagfólks sem skrifar reglubundið inn á Heilsutorg.com. Einnig halda áfram að birtast áhugaverðar og fræðandi greinar frá starfsfólki Heilsuborgar og Gáska sjúkraþjálfunar en þrír nýjir sjúkraþjálfarar þau Valgerður Tryggvadóttir, Valgerður Jóhannsdóttir og Bjartmar Birnir hófu störf hjá Gáska núna í haust og koma þau sterk til leiks með okkur.
Við bjóðum eftirfarandi einstaklinga velkomin í hópinn.
Ásthildur Björnsdóttir er hjúkrunarfræðingur, ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfaranemi sem mun skrifa frá Hollandi undir Matur Milli Mála undir Næring & Matur.
Hildur Halldórsdóttir; er lífeindafræðingur að mennt og deildarstjóri á Sjúkrahúsi Akureyrar. Hildur mun deila með okkur uppskriftum sínum að Heilsudrykkjum sem birtist undir Næring & Matur.
María Björk Óskarsdóttir; er viðskiptafræðingur og ráðgjafi. Hún er annar helmingurinn í tvíeykinu á bak við NÝTTU KRAFTINN - hvatning og stuðningur við atvinnuleitendur og alla þá sem leita sér að nýjum tækifærum. María Björk ætlar að deila með lesendum Heilsutorgs hugmyndum, góðum ráðum og hvatningu byggð á námskeiðum Nýttu kraftinn og samnefndri bók.
Jóhanna Karlsdóttir; yoga kennari og eigandi Hot Yoga ehf. Jóhanna er mjög aktívur yoga leiðbeinandi sem starfar í Sporthúsinu og munu hennar skrif leiða lesendur í allan sannleikann um gildi yoga og leiðir til að láta sér líða sem best.