Fara í efni

Solla í stuði og tekur þátt í Mánuði meistaranna

Svona átak getur verið stórsniðugt tæki til að brjótast útúr vananum og koma inn bættum venjum (að eigin vali!).
Markmiðin geta verið allt milli himins og jarðar
Markmiðin geta verið allt milli himins og jarðar

Þá er hinn árlegi Meistaramánuður hafinn, átak sem snýst um að hvetja okkur til að gerast betri útgáfan af okkur sjálfum í einn mánuð. Auðvitað skiptir mestu máli hvernig við högum lífi okkar að meðaltali yfir árið. En svona átak getur verið stórsniðugt tæki til að brjótast útúr vananum og koma inn bættum venjum (að eigin vali!). Markmiðin geta verið allt milli himins og jarðar; betra mataræði, ræktun á líkama og sál, bættar svefnvenjur, vönduð samskipti, ný áhugamál, eða hvað það nú er sem við teljum að geti bætt lífsgæði okkar.

Ég verð með nokkur innslög í þáttum sem fjalla um þetta átak, hér má sjá það fyrsta.

Svo er komið nýtt matreiðslumyndband í loftið, í þessari viku sýni ég ofur einfalt og ljúffengt kínóasalat. Á www.himneskt.is má síðan sjá öll myndböndin mín á einum stað.

Gangi ykkur sem allra best!
Meistarakveðjur, Solla