Styrktarhlaup Argentínu heimsleikafara er haldið til styrktar þeim einstaklingum sem keppa á heimsleikum líffæraþega í Mar Del Planda, Argentínu dagana 23. til 30. ágúst 2015.
Upplýsingar um mótið er að finna HÉR.
SKRÁNING ER HAFIN. SKRÁÐU ÞIG HÉR
BESTA götuhlaupið 2013 endurtekið. Allir sem skrá sig í hlaupið fá 15% afslátt af skóm í vefverslun Heilsutorgs
Tímasetning:
Þriðjudagur 20. maí kl. 19:00
Vegalengdir:
5 og 10 km með tímatöku. Hlaupin er sama leið og í Fossvogshlaupi Víkings og eru vegalengdir mældar og viðurkenndar af Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Staðsetning:
Hlaupið verður ræst við Víkina, Traðarlandi 1 í Fossvogi. Hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdal; í 5 km er hlaupinn einn hringur en tveir hringir í 10 km. Drykkjarstöð er á miðri leið, við Víkina.
Skráning:
Skráning fer fram á www.heilsutorg.is / vefverslun og stendur netskráning yfir til miðnættis þann 20. maí. Þeir sem vilja skrá sig á staðnum geta gert það frá kl. 17:30 og til kl.18:45 en keppnisnúmer eru afhent á sama stað frá kl. 17:30.
Þátttökugjald:
Þátttökugjald er 2.000 kr fyrir 22 ára og eldri, en 1.000 kr fyrir 21 árs og yngri. Allur ágóði af hlaupinu rennur til ferðalanganna sem taka þátt í heimsleikunum í Argentínu árið 2015
Verðlaun:
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í kvenna- og karlaflokki á báðum vegalengdum. Einnig verður fjöldi útdráttarverðlauna.
Veitingar:
Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu.
Framkvæmdar aðilar:
Hjartaheill og Heilsutorg.is
Hlaupstjóri: Fríða Rún Þórðardóttir, GSM 898-8798
Netfang: frida@heilsutorg.com 898-8798