Við áttum fallegt blómkál, nýuppteknar gulrætur, hnúðkál, brokkolí, rabarbara og bragðmikil jarðarber sem okkur langaði að umbreyta í fallega uppskerumáltíð.
Sushiveisla varð fyrir valinu. Við notuðum blómkálið sem fyllingu í staðinn fyrir hrísgrjón. Oft finnst okkur mjög gott að nota hýðishrísgrjón eða kínóa, en blómkálið er skemmtileg tilbreyting. Inn í sushi-ið fór ferskt grænmeti í þunnum strimlum, snöggsteikt brokkolí og rabarbarasneiðar steiktar uppúr chili. Rabarbarinn er ótrúlega skemmtilegur matreiddur á þennan hátt, algjör bragðsprengja. Svo var spicy mayo auðvitað ómissandi inn í og jarðarberin fríska upp á.
Þessum dásamlegu sushibitum dýfðum við í blöndu af tamari sósu og engiferskoti (safa). Hvílík sæla!
- 4 rúllur
4 blöð noriþari
2 bollar blómkálshrísgrjón (uppskrift hér fyrir neðan)
brokkolí, skorið í langa bita
rabbarbari, skorinn í þunnar sneiðar
gulrætur
hnúðkál (má sleppa)
nokkur jarðaber
spicy mayo
sambal eða annað gott chili mauk
Blómkálshrísgrjón
1 meðalstórt blómkálshöfuð, blómin skorin af stönglinum og svo í litla bita
1 ½ dl kasjúhnetur/furuhnetur, lagðar í bleyti í 2 klst, smátt saxaðar
1-2 msk næringarger
1 msk laukduft
1 tsk salt
smá nýmalaður svartur pipar
til að dýfa í:
4 msk tamarisósa
1 msk engiferskot
Birt í samstarfi við: