Fara í efni

Það styttist óðum í Matvæladaginn 2014

Þessir verða með erindi þetta árið.
Merki MNÍ
Merki MNÍ

Það styttist óðum í Matvæladaginn 2014 en umfjöllunarefnið í ár verður - Miðlun upplýsinga um matvæli – áhrif hollustu, umhverfis og uppruna á val.

Dagskrána má finna HÉR en hér á eftir fer stutt kynning á fyrirlesurum dagsins.

Það stefnir í fjölmennan Matvæladag og við hlökkum til að sjá sem flesta þann 17. október á Hótel Sögu,

Framkvæmdanefnd Matvæladagsins 2014


Ragna B. Garðarsdóttir

Heiti erindis: Af hverju veljum við eins & við veljum – frá sjónarhorni neytandans

Dr. Ragna B. Garðarsdóttir er dósent í Félagssálfræði við Sálfræðideild Hí. Hún er sérfræðingur í einkennum og gildum neyslusamfélaga og áhrifum þeirra á líðan einstaklinga, fjárhag, samfélag og umhverfið.


 

 

 

 

 

 

 

Daði Már Kristófersson


Heiti erindis: Fæðuöryggi, er það raunveruleg ógn – erum við jafnvel of sein

Daði Már Kristófersson er dósent í auðlindahagfræði og sviðsforseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá norska lífvísindaháskólanum (NMBU) árið 2005, meistaraprófi í auðlindahagfræði frá Landbúnaðarháskóla Noregs (NLH) árið 2000 og B.Sc.-prófi í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands árið 1997. Rannsóknir Daða hafa verið á sviði auðlinda- og umhverfishagfræði með áherslu á verðlagningu umhverfisgæða, sjávarútveg og landbúnað. 

 Jónína Þ. Stefánsdóttir

Heiti erindis: Opinberar kröfur um merkingar og upplýsingagjöf, gagnslausar eða nauðsyn

Jónína Þ. Stefánsdóttir er fagsviðsstjóri á Matvælastofnun. Hún er þar sérfæðingur í merkingum og aukefnum matvæla. Hún er B.S. Honour matvælafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hún hefur lokið Rekstrar- og viðskiptanámi við Endurmenntun HÍ. 



 

 

 

 

 

 

 

Rannveig Magnúsdóttir

Heiti erindis: Stöndum við ráðþrota gagnvart matarsóun?

Rannveig Magnúsdóttir starfar sem verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hún er með doktorsgráðu í spendýravistfræði frá Háskóla Íslands í samstarfi við Oxford háskóla í Bretlandi. Hún hefur áður lokið meistaranámi í sama fagi frá Háskóla Íslands í samstarfi við Deakin háskóla í Ástralíu. Einnig lauk hún kvikmyndagerðarnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands. Rannveig hefur gegnt ýmsum störfum í gegnum tíðina og hefur m.a. Starfað við rannsóknir á sjófuglum, mink og áströlsku ránpokadýri. Að auki hefur hún tekið þátt í gerð ýmissa kvikmynda og náttúrulífsmynda

 

 


Erla Jóna Einarsdóttir

Heiti erindis:  Faglegir þættir & markaðstengd sjónarmið – hvernig fer þetta saman 

Erla Jóna Einarsdóttir er gæða og öryggisstjóri hjá Ölgerðinni. Hún er með BA próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er að ljúka Mastersnám í Mannauðsstjórnum við Háskóla Íslands.

 

 

 

 

 

 



Garðar Stefánsson

Heiti erindis: Nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði - Straumar, stefnur & framtíðarsýn.

Garðar Stefánsson er íslenskur frumkvöðull og matgæðingur. Hann er með B.Sc.-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í Experience Economy frá háskólanum í Árósum. Hann býr á Íslandi ásamt eiginkonu sinni, Magdalenu og dóttur sinni, Lóu.

Garðar Stefánsson er framkvæmdastjóri og einn stofnenda Norður & Co, sem er þekktast fyrir Norðursalt sem kom á markað fyrir ári síðan og er í víðri dreifingu í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi. Norður & Co er íslenskt matvælafyrirtæki sem keppist við að framleiða og markaðssetja hágæða matvæli sem eru unnar á sjálfbæran hátt. Fyrirtækið er með framleiðsluaðstöðu á Reykhólum í Barðarstrandarsýslu ásamt því að vera með skrifstofu í Húsi Sjávarklasans í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa um sjö manns, fjórir á Reykhólum, tveir í Reykjavík og einn í Danmörku.