Þjálfaranámskeið Framfara – hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara
9. Apríl 2014 kl. 17:00 – 21:00 Fjölbrautarskólanum við Ármúla
KAUPA MIÐA SMELLIÐ HÉR:
DAGSKRÁ:
Steinn Jóhannsson 17:00 – 17:45
Umsjón skokk- og hlaupahópa.
Hvernig ber að skipta fólki í getustig og hvernig getum við mælt einstaklinga í byrjun svo að þeim meig ráðleggja í upphafi út frá réttum forsendum. Stein Jóhannsson segir frá reynslu sinni við stofnun skokkhóps FH. Hvernig er hægt að koma til móts við ólíkar þarfir einstaklinga. Ber að hafa sameiginleg markmið? Hversu mikilvægur er félagslegi þátturinn. Hver er besta leiðin til að hvetja fólk til þátttöku og áframhaldandi hreyfingar.
Gunnar Páll Jóakimsson 17:45 – 18:30
Álag og markmið.
Hvernig ber að haga þjálfun fyrir óreynda sem reynslumeiri hlaupara, er hægt að sameina þessa tvo hópa innan sama æfingakjarnans? Hér fer Gunnar Páll yfir æfingaprógröm sem hægt er að styðjast við, rökstudd af lífeðlisfræðilegri nálgun auk áratugareynslu við þjálfun hlaupara. Hversu hratt er óhætt að auka álag? Hversu hátt ber að stefna. Hvernig ber að haga æfingum m.t.t. langra æfinga, interval æfinga og tempóhlaupa? Geta allir hlaupið maraþon?
Þórunn Rakel Gylfadóttir 19:00 – 19:45
Fyrirbyggjandi þjálfunaraðferðir.
Hvernig er hægt að forðast meiðsl og æfa á sjálfbæran hátt? Rakel Gylfadóttir sjúkra- og frjálsíþróttaþjálfari talar um hvernig hægt er að stilla álagi hlaupa í hóf á meiðslatímum en byggja upp viðkvæm svæði með réttri þjálfun. Farið verður yfir styrktaræfingar fyrir hlaupara, hvernig hægt er að meta styrk hlaupara á mismunandi svæðum og hvernig hægt er að greina veikleika út frá hlaupastíl. Er hægt að bæta hlaupastíl?
Fríða Rún Þórðardóttir 19:45 – 20:30
Íþróttir og næring.
Fjallað verður um grunnþætti íþróttanæringar; hverjir eru helstu orkugjafarnir, hvaða fæða veitir hvaða orku- og næringarefni. Hér fer Fríða Rún næringarráðgjafi og íþróttanæringarfræðingur yfir uppbyggingu máltíða dagsins í daglegu lífi í tengslum við æfingar og endurheimt einnig vökvabúskap. Stikklað verður á stóru varðandi mataræði í tengslum við keppni. Þátttakendur fá ritið Næring hlaupara – síðustu dagana fyrir keppnishlaup.
Námskeiðið:
Innifalið í námskeiðsgjaldinu sem eru 7.500 kr eru ritið Næring hlaupara – síðustu dagana fyrir keppnishlaup og léttar veitingar í hléi. Greiða má námskeiðsgjaldið á staðnum í peningum eða leggja inn á reikning Framfara, banki 0313, höfuðbók 26, reikningur númer 42000, kt: 4111022620 með nafni greiðanda og senda greiðslutilknningu á netfangið thorunnrakel@gmail.com
Skráning og upplýsingar:
Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir í síma 898-8798, en skráning fer fram á netfangið frida@heilsutorg.com fyrir miðnætti þann 6. apríl. Einnig má senda fyrirspurnir með tölvupósti. Framfarir áskilja sér rétt til að fella námskeiðið niður náist ekki að lágmarki 10 manns.
Stjórn Framfara