Málefnahópur Öryrkjabandalags Íslands um heilbrigðismál (ÖBÍ) og Félag eldri borgara (FEB) bjóða til upplýsingafunda um nýja greiðsluþátttökukerfið. Á fundunum munu Erna Geirsdóttir og Ingveldur Ingvarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands kynna nýja kerfið fyrir notendum og svara spurningum.
• uppbygging kerfisins
• hámarksgreiðslur einstaklinga
• hvað fellur undir greiðsluþátttökukerfið
• hvernig notendur geti áttað sig á sinni greiðslustöðu hverju sinni.
Fundur 1: Fundarsalur FEB, Stangarhyl 4. fimmtudaginn 27. apríl, kl. 13:30-15:30
Fundur 2: Hilton hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, fimmtudaginn 27. apríl, kl. 16:30-18:30.
Sömu upplýsingar verða kynntar á báðum fundum. Fundaraðstaðan er rýmri á fyrri fundinum, en aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk er betra á seinni fundinum.