Sóttvarnalæknir vill árétta að mislingar greindust síðast hér á landi á árinu 2014. Um var að ræða 13 mánaða gamalt óbólusett barn sem smitast hafði erlendis. Barninu farnaðist vel.
Sóttvarnalæknir vill árétta að mislingar greindust síðast hér á landi á árinu 2014. Um var að ræða 13 mánaða gamalt óbólusett barn sem smitast hafði erlendis. Barninu farnaðist vel.
Fyrir 2014 höfðu mislingar ekki greinst hér á landi síðan 1996.
Sóttvarnalæknir hefur áður bent á að mislingar geta borist hingað til lands en ólíklegt er að þeir nái hér mikill útbreiðslu.
Í ljósi umræðunnar vill sóttvarnalæknir ítreka að ekki er ástæða til að flýta fyrstu bólusetningu ungbarna hér á landi en hún er við 18 mánaða aldur. Ef mislingar fara að greinast hér á landi geta þessar ráðleggingar hins vegar breyst.
Sóttvarnalæknir
Heimild: landlaeknir.is