Heilsutorg.is fagnaði í síðastliðinni viku, þeirri bestu frá upphafi en vefsíðan fór í loftið 5. júní 2013. Samkvæmt vefmælingu og yfirliti frá síðustu viku (17. - 23. mars) heimsóttu 48.334 aðilar síðuna og kynntu sér efni hennar. 1.242 nýjir einstaklingar vinguðust við Heilsutorg á Facebook sem er 19.8% aukning milli vikna og eru félagar okkar því komnir yfir 5.400.
Innlit voru 62.583 og daglegir notendur voru að meðaltali 8.939 sem einnig er met. Einnig er lestur per aðila sem kemur í heimsókn inn á vefinn að lengjast og hefur aukist um 16,3% frá áramótum.
Tómas Hilmar Ragnars framkvæmdastjóri Caty Capital sem á og rekur Heilsutorg.is segist geta verið stoltur af árangrinum og hann bætti við að „besta deginum okkar frá upphafi var einnig fagnað sunnudaginn 23. mars en þá heimsóttu 11.632 aðilar vefinn sem gerir Heilsutorg að einum stærsta og fjölsóttasta heilsu og lífsstílls vef á Íslandi.
„Þessar tölur fara fram úr okkar björtustu vonum“ segir Tómas Hilmas „nú er markmiðið okkar að halda áfram á þessari braut og eflast enn frekar því við erum greinilega að ná til okkar markhóps“. „Enn ánægjulegra er að sjá að körlum fer fjölgandi í okkar lesendahópi og þurfum við að bregðast við því“.
Tómas segir jafnframt að það sé ljóst að þeir sem koma inn á vefinn séu að leita að upplýsingum og lesefni um heilsu og lífsstíl. „Þetta er fólk sem annað hvort er að leita eftir leiðum til að byrja að breyta sínum lífsstíl", "en einnig þeir sem vilja viðhalda lífsstíl sem þeir hafa þegar tileinkað sér“. „Við erum ekki með upplýsingar um það sem er heitast í heimi kvikmyndastjarnanna eða úrslit nýjustu leikjanna í enska boltanum. Við erum með allt annan fókus“. Enn fremur bætir hann við að áherslan hjá Heilsutorgi byggi ávallt sá sami í grunninn. "Allt okkar efni er og verður byggt á vísindum og áreiðanlegum upplýsingum, en í bland við léttmeti sem gaman er að lesa innan um öll vísindin. Við gefum ekki afslátt á því, einnig tölum við ekki fyrir skyndilausnum eða öfgafullum kúrum hvort sem á við efni á vefnum eða auglýsingar".
Heilsutorg heldur ótrautt áfram vegferð sinni til framtíðar þar sem vefsíðan mun tileinka sér nýjustu tæknina í miðlun upplýsinga til að mynda að verða öflugri á Instagram og Twitter en það síðarnefnda er enn óplægður akur. Tómas bætir við „það er spennandi að fylgjast með þróuninni í því hvernig upplýsingum er miðlað til fólks, og einnig áhugavert að geta fengið upplýsingar um það hver er að skoða hvað og hvenær, því þannig getum við betur mætt þörfum okkar lesenda“. Eins og áður segir eru karlar að verða virkir lesendur vefsins og er mikilvægt að bregðast við þeirri staðreynd og fókusa enn meira á efni sem snýr að heilsu karla.
Sú nýbreytni sem Heilsutorg er að taka upp nú er vefverslun sem mun bjóða upp á mun fleira en hefðbundna verslun með skó, fatnað, ráðgjöf, bækur og fleira, einnig verður hægt að taka við skráningu á hina ýmsu viðburði í gegnum vefverslunina. Stefnt verður að því að gera vefverslunina sem allra líflegasta og verða spennandi opnunartilboð sett í loftið fyrir þá sem fara inn á vefverslunina, skrá sig á póstlistann og merkja sérstaklega við vefverslun. Skráning er hafin. Þú getur skráð þig hér á listann.
Heilsutorg getur ekki annað en þakkað frábærar undirtektir, „við sjáum að við erum sannarlega að ná til fjöldans og fólk stoppar við og les það sem við höfum fram að færa“ segir Tómas að lokum.