Fara í efni

Yfirferð á matardagbók

Ef þig langar að bæta mataræði þitt, fá aðstoð við að aðlaga mataræðið og skammtastærðir að þínum markmiðum eða ef þú þarft á aðhaldi að halda, hafðu þá samband í naering@naering.com.
Yfirferð á matardagbók

Ef þú vilt fá leiðbeiningar um hvernig þú getur bætt þitt mataræði, fengið ábendingar um hvort þú sért að borða of lítið eða of mikið til að ná þínum markmiðum, eða ef þú þarft einfaldlega á aðhaldi að halda, þá geturðu sent inn matardagbók til næringarfræðings og þú færð tilbaka ábendingar um hvað er gott og hvað má gera betur. Það er ekki nauðsynlegt að vigta matinn en það má að sjálfsögðu og því nákvæmara sem magnið kemur fram því betra. Hafðu samband, naering@naering.com.

Kostnaður á yfirferð matardagbókar fyrir eina viku eru 3.500 kr og fyrir fjórar vikur eru það 11.900 kr.

Kostir

Eitt af því sem er talið hjálpa til við að losna við aukakílóin er að halda matardagbók yfir allt sem er borðað og drukkið, og jafnvel alla hreyfingu. Þá verður mataræðið mælanlegra og auðveldara verður að passa upp á skammtastærðirnar og fjölda skammta sem þú færð þér. Sem dæmi, þá er hægt að missa 10-15 kg á einu ári, bara með því að minnka drykkju á sykruðum gosdrykkjum um 1 glas á dag. Þannig að það margborgar sig að fylgjast með magni á sykruðum gosdrykkjum og öðrum orkuríkum mat og drykk. Einnig veitir það að halda matardagbók meira aðhald og enn meira ef þú veist að því að einhver annar mun lesa matardagbókina yfir. Fyrir þá sem þurfa ekki að losna við aukakíló, þá getur matardagbók hjálpað á þann hátt að sjá hversu næringarríkan mat viðkomandi borðar.

Hrund Valgeirsdóttir, næringarfræðingur MSc, Næring.com

Næring.com