Fyrir þá sem í örvæntingu leita að lausnum á ógnvænlegum og lífshættulegum sjúkdómi, stuðla slík ósannindi að fölskum væntingum og geta valdið djúpri angist þegar síðustu vonirnar virðast vera að bregðast. Ekki síst ef fúskarar, viðvaningar eða bara ótýndir loddarar hafa tekið stórfé fyrir ónýt og stundum erfið úrræði, eins og ótal dæmi eru því miður um.
Í flokki pistla á vef Krabbameinsrannsóknafélags Stóra Bretlands – Cancer Research UK – eru tíu þessara sagna teknar fyrir og hraktar með rökum og tilvísunum í heimildir.
Við fengum góðfúslegt leyfi þeirra til þess að þýða og endursegja þessa pistla sem kallast einu nafni „Tíu lífseigar þjóðsögur um krabbamein – hraktar“. (Á ensku: „10 Persistent cancer myths – debunked“).
Fjölmargar tilvitnanir í efni á ensku er að finna í þessu pistlasafni. Því miður er mikill skortur á aðgengilegu efni um þessi mál á Íslensku. Nokkrum hlekkjum á íslenskt efni hefur verið bætt við. föngum verður bætt við hlekkjum á trúveðugt íslenskt efni þar sem við á og það er til.
Við þýðinguna hefur verið lítillega bætt við og endursagt án þess að hafa áhrif á meginboðskap upphaflega textans.
Inngangur og listi yfir ítarefni eru hér fyrir neðan
Kaflarnir undir eftirfarandi hlekkjum:
Þjóðsaga 1: Krabbamein er manngerður nútímasjúkdómur
Þjóðsaga 2: Ofurfæði kemur í veg fyrir krabbamein
Þjóðsaga 3: Súrt mataræði veldur krabbameini
Þjóðsaga 4: Krabbamein er sykurfíkill
Þjóðsaga 5: Krabbamein er sveppur – og matarsódi er meðalið
Þjóðsaga 6: Til er kraftaverkameðferð við krabbameini…
Þjóðsaga 7: …og lyfjarisarnir eru að fela hana
Þjóðsaga 8: Krabbameinsmeðferðir drepa fleiri en þær bjarga
Þjóðsaga 9: Engar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein
Þjóðsaga 10: Hákarlar fá ekki krabbamein
Við leit á netinu að orðinu „Krabbamein“(Cancer) koma fram meira en fimm hundruð milljónir síðna.
Fjöldi myndbanda sem koma upp á Youtube og svipuðum kvikmynda-vefveitum er vel á aðra milljón ef leitað er að orðunum „meðferð við krabbameini“ („Cancer cure“)
Vandinn er sá að mikið af þeim upplýsingum sem þarna er að finna eru í besta falli rangar. Margar þeirra geta að auki reynst hættulega villandi.
Nóg er af sannreyndum og auðlesnum upplýsingasíðum um krabbamein, en þær eru miklu, miklu fleiri til sem breiða út ósannindi, heimskulegar rangfærslur, ýkjur og gróusögur.
Það getur reynst þrautin þyngri fyrir almenning að átta sig á því hvað er satt og hvað ekki því margt af því ósanna getur hljómað fyllilega trúverðugt fyrir leikmanninum. Hins vegar, ef þú „veltir við steinum“ og gáir hvaða sannanir og vísbendingar leynast undir, þá falla margar lífseigu þjóðsögurnar og margendurtekin ósannindi um sig sjálf.
Í þessari umfjöllun um tíu algengar gróusögur um krabbamein munum við fara í gegnum þær með vísindalega staðfesta vitneskju og vísbendingar að leiðarljósi, ekki rökleysum og reynslusögum.
Krabbameinsrannsóknafélag Stóra Bretlands – Cancer Research UK
CancerHelp UK – Alternative and complementary therapies
US National Cancer Institute – Alternative and complementary therapies
Memorial Sloan Kettering Cancer Centre – Herbs, botanicals and other products
American Cancer Society – Complementary and alternative therapies
Wikipedia: list of ineffective cancer treatments
Quackwatch – a special message to cancer patients
ASCO Answers – Myths and Facts about Cancer (pdf)