Þú svitnar tonnum í hot jóga, þú svitnar af stressi ef þú ert að halda ræðu, þú svitnar ef maturinn sem þú borðar er of sterkur.
Sviti er bara… sviti. En ef þú spáir aðeins í því…hvað er sviti annars?
1. Þú ert með á milli 2 og 4 milljón svitakirtla í líkamanum.
2. Á fótunum einum saman eru um 250,000 svitakirtlar.
3. Að svitna útaf stressi eða svitna ef líkaminn er að kæla sig niður er tvennt ólíkt. Þegar þú svitnar afþví þér er heitt þá kemur sá sviti frá eccrine kirtlum en það er svitakirtill sem sér um að tempra hitastig líkamans, en þegar þú svitnar af stressi þá kemur sá sviti frá aprocrine kirtlum en það er fráseytinn kirtill sem er meira tengdur andlegu hliðinni.
4. Mikil svitaköst geta verið orsök breytingaskeiðsins.
5. Til eru þeir sem svitna ekkert, en það er afar hættulegt og getur orsakað það að líkaminn ofhitnar.
6. Karlmenn svitna 40% meira en konur.
7. Ef þú ert í mjög góðu formi þá svitnar líkaminn mjög fljótlega þegar þú ferð að hreyfa þig. Hann gerir þetta til að kæla sig niður svo þú getir æft lengur og af meiri krafti.
8. Svitinn er yfirleitt sagður lykta illa, en það er ekki svitinn sem lyktar illa heldur eru það bakteríur á húðinni sem láta svita lykta illa.
9. Svín eru með mjög fáa svitakirtla. Þannig að orðatiltækið að svitna eins og svín er afar rangt.
10. Það er mismunandi milli fólks hversu saltur svitinn er. Einnig svitnar fólk mis mikið.
11. Og ef þér finnst þinn sviti vera ógeð þá ættir þú að hugsa til flóðhesta, þeirra sviti er rauður. Liturinn vinnur sem sólarvörn og drepur bakteríur.
Heimild: care2.com