Ef svo er þá ert þú ekki ein/einn um það. 44% af þeim sem eiga farsíma hafa símana sína í rúminu eða við rúmið.
En þessi hegðun getur verið hættuleg heilsunni.
Þetta gerðist nýlega í Texas. Ung stúlka vaknaði við brunalykt. Orsökin? Samsung Galaxy S4 sem hún hafði skellt undir koddann þegar hún fór að sofa. Síminn hafði bráðnað að hluta og brennt koddaver og lak á rúminu hennar og einnig gert gat í dýnuna.
Málið var að hún hafði sett batterí í símann sinn sem var ekki Samsung batterí. Leiðbeiningar með þessum símum vara við því að þetta sé gert. Þannig að alltaf nota bara hluti sem að tilheyra þeirri tegund síma sem þú ert að nota. Og ekki hafa símann á rúminu.
Farsímar, sjónvörp og önnur tæki með LED skjáum senda frá sér blátt ljós, rannsóknir á þessu vilja meina að þetta ljós hamli framleiðslu líkamans á melatonin en það er hormón sem líkaminn þarf til að sofa.
Það hefur engin rannsókn sýnt fram á það að farsímar geti orsakað krabbamein, raunin er sú að það hefur ekki verið sýnt né sannað að þeir geti orsakað nein heilsufarsleg vandamál.
En ef þú hefur áhyggjur af þessu þá skaltu senda sms í staðinn fyrir að hringja.
Heimild: health.com