Að fara í vinnu eða hringja sig inn veika(nn).
Hálsbólga, nefrennsli, hiti - Hvað af þessu gefur í skyn að þú sért það lasin að þú ættir að vera heima frá vinnu?
Nefrennsli.
Nefrennsli getur þýtt svo margt, jafnvel ofnæmi segir Dr. Vivien Brown en hún er heimilislæknir í Toronto. Nefrennsli getur líka merkt það að þú sért að fá kvef. Ættir þú að vera heima eða fara í vinnu?
Dr. Brown segir að það sé undir því komi hvernig þér líður líkamlega.
Hósti og hálsbólga.
Hálsbólga og hósti eru merki um að þú sért með kvef og þá sérstaklega ef þú ert líka með nefrennsli. Ef þú ert ekki með hita eða verki að þá ertu líklega ekki með flensu.
En Dr.Brown mælir með því að vera heima og hvíla sig svo að þú smitir nú ekki samstarfsfélagana.
Hiti.
Einfalt segir Dr. Brown, vertu heima og vertu vakandi yfir því hvort þetta sé flensan. Algengasta merki þess að þú sért með flensu er hiti, beinverkir og höfuðverkur. Starfsfólk þarf ekki að vera hetjan og drífa sig í vinnu með þessi einkenni því þú ert smitberi.
Beinverkir og kuldahrollur.
Ef þú ert með beinverki og kuldahroll þá merkir það að það sé breyting á hitastigi líkamans og þú ert með hita eða að fá hita. Þannig að vertu heima.
Höfuðverkur.
Höfuðverkur sem er með hliðum á höfðinu og fyrir aftan augun er oft orsök af stressi. Ef þú ert að upplifa verki í kringum augun og á kinnbeinum þá ertu eflaust með sýkingu.
Alvarlegasta tegund af höfuðverk er ef að þú finnur fyrir stífleika aftan á hálsi, ert með háan hita og uppköst. Þú skalt leita læknis hið fyrsta ef þú finnur fyrir þessum einkennum.
Grein fengin af besthealthmag.ca