Sjálf þekki ég ferðakvíða afar vel. Ég verð eins og brjálæðingur, að skipuleggja og plana og allt þarf að vera svo fullkomið að ég eiginlega eyðilegg ferðalagið fyrir sjálfri mér sökum kvíða.
Ég er ein af svo ótal mörgum sem lifi með þunglyndi og ofsakvíða svo það eitt að ákveða ferðalag raskar öllu fyrir mér. Ég fer að grípa í hin einkennilegustu hálmstrá og reyni að finna allskyns ástæður fyrir því afhverju ég ætti alls ekkert að vera að fara í ferðalag. Oftast endar þessi kvíði í ofur stressi sem svo endar með því að ég verð veik líkamlega.
Í dag er ég sem betur fer betur undirbúin undir ferðalög því ég þekki mína veikleika og kvíða og ég vona að þetta hér að neðan geti hjálpað ykkur sem kannist við það sem ég er að tala um.
Það getur verið svo dásamlega gaman að ferðast saman. Ferðalög tengja pör og hjón betur saman og oft þá nær fólk þessari dásamlegu nánd.
En fyrir ferðalanginn sem þjáist af kvíða þá geta ferðalög verið yfirþyrmandi og hreinlega hrætt viðkomandi.
Náttúruleg viðbrögð líkamans við kvíða er að berjast eða flýja (fight or flight).
Auðvitað er mjög auðvelt að koma í veg fyrir þennan kvíða með því að fara ekkert í ferðalagið, en með því að velja að fara þá ertu komin/n einu skrefi á undan kvíðanum. Þú ert að berjast á móti kvíðanum og skipuleggja ferðalagi.
Hugsaðu um þessi ráð hér að neðan eins og litla verkfæraboxið sem þú tekur með þér í ferðalag – þá er ég að tala við þig, já, þú sem ert með kvíðann.
Orð frá sálfræðingi ….
Í minni vinnu þá er ég mjög oft að fá til mín sjúklinga sem finna fyrir ferðakvíða. Þó svo að gott plan og rútína geti dregið úr þessum kvíða þá er hann enn til staðar að einhverju leiti. En málið er, það að ferðast tekur þig út úr þínum þægindahring, byggir upp sjálfsraust og þú verður meira sjálfstæð/ur.
Þér gæti þótt afar yfirþyrmandi að vera með strangt ferðaplan. Prufaðu að skipuleggja ekki fleira en tvennt að gera daglega, hvort sem það er skoðunarferð eða að kíkja á safn. Með þessu þá veistu hverju von er á og þú róast niður. Svo þegar þér er farið að líða betur í fríinu þá má breyta skipulaginu og halda öllu opnu. Muna bara að anda inn um nefið og út um munninn ef kvíðakast er í aðsigi. Það er líka gott að telja afturábak.
Mundu að útskýra hvernig þér líður. Tala um það. Alls ekki reyna að kyngja þinni líðan. Þú verður að fá styrk frá ferðafélaganum því annars verður þetta svo erfitt fyrir þig.
Áður en þú ferð í ferðalag, skaltu tala við lækninn þinn um ferðakvíðann sem er að plaga þig. Ef þú ert á lyfjum þá skaltu vera viss um að þú eigir nóg og að þú þurfir ekki að auka skammtinn vegna ferðakvíðans.
Sálfræðingur segir….
Ég sjálf er að berjast við ferðakvíða og finnst alltaf jafn erfitt að byrja að plana og ákveða ferðalög. Ég reyni að forðast ferðalög – vera bara heima í mínum þægindahring. En ég er svo ofsalega heppin að ég giftist manni sem er ferðasjúkur. Og þó það hafi tekið mig tíma, þá næ ég að halda ferðakvíðanum niðri í dag.
Fyrir suma þá er það koddinn þeirra. Fyrir aðra þá pakka þeir niður uppáhalds ilmkertunum sínum. Að hafa smá brot af heimilinu með í ferðalagið getur hjálpað mikið. Ég mæli með koddanum.
Ef ferðafélaginn er hvatvís, en það er ekki að virka fyrir þig því þú vilt hafa ferðalagið planað frá fyrsta til síðasta dags. Þetta verðið þið að ræða vel svo ferðafélaginn skilji hvað þú ert að ganga í gegnum um.
Auðvitað elska flest hjón og pör að eyða tíma saman, eiga smá tíma bara þið tvö. Í ferðalögum er þessi tími nauðsynlegur fyrir þann sem er með kvíðan/n. Að panta herbergisþjónustu, taka heitt og slakandi bað og eyða kvöldinu á hótelberberginu, bara þið tvö.
Þó það geti verið erfitt að ferðast með kvíða, þá skaltu líta yfir það sem þú hefur afrekað. Vertu jákvæð/ur. Að hafa réttu verkfærin sem kvíðasjúklingur í ferðalögum, getur gert ferðalagið alveg frábært og eitthvað sem þú hefðir alls ekki vilja hafa misst af.
Heimild: besthhealthmag.ca