Á tvítugs aldrinum þegar við erum á hápunkti æskunnar ef svo mætti að orði komast erum við afar móttækileg fyrir flest öllu. Að láta það sem aðrir eru að gera hafa áhrif á okkur en vitandi að það er rangt eru einmitt flestu mistökin sem gerð eru á þessum aldri.
Hvort heldur að falla á mikilvægu prófi sem þú lærðir ekki fyrir af því að besti vinur vinkonu þinnar var að halda æðislegt partý kvöldið áður og þú máttir alls ekki missa af því, eða af því að þú ákvaðst að keyra full heim úr þessu partý en löggan náði þér og þú gistir í fangaklefa.
Það væri samt auðvitað geggjað ef við ættum heima í vísindaskáldsögu og gætum eytt út öllum slæmum minningum og setja í staðinn minningar um það sem við "hefðum" átt að gera en gerðum ekki. En ef þetta væri nú svo einfalt þá myndum við aldrei læra okkar lexíu.
Það alversta við þessa lexíu er hversu ofsalega sársaukafullt það getur verið að fara yfir mistökin sem þú gerðir. Þegar maður gerir eitthvað sem er rangt þá hringja þúsundir bjalla í hausnum á okkur segjandi "þetta er rangt". En samt framkvæmum við.
Þetta eru tvær afar góðar spurningar og það eru ótal góð svör við þeim sem eru eins misjöfn og við erum mörg.
Sannleikurinn er í rauninni sá að gera mistök byggir karakter og þegar þú lítur til baka á atburðinn sem átti sér stað ætti hann að sýna þér að þetta munir þú ekki gera aftur.
Hérna eru nokkur góð ráð til að komast yfir neikvæða reynslu og læra virkilega af henni.
Laugstu að foreldrum þínum þegar þú baðst þau um lán? Svafstu hjá einhverjum sem að vinkona/vinur er hrifin af? Hefur þú verið handtekin? Féllstu á prófinu en sagðir ekki frá því?
Hvað sem þú gerðir, vertu hreinskilin við sjálfa þig um afleiðingar sem þú átt skilið fyrir að segja ósatt. Gerir þú það og sættir þig við þær afleiðingar sem þú átt skilið þá minnkar þú hættuna á að gera stórmál úr því sem þú gerðir, en um leið ættir þú að skilja að þú verður að læra að lifa með þínum eigin mistökum.
Það er stutt á milli þess að velta sér upp úr hlutunum eða gera þá að þráhyggju. Nema auðvitað ef þú hefur framið morð að þá eru líkurnar á því að þú náir þér að fullu afar góðar.
Já, frekar ruglingslegt en samt ekki. Þetta þýðir einfaldlega það að þegar þú gerir mistök þá er fólk í þínu lífi sem þú verður að segja sannleikann og svo eru aðrir sem að þurfa ekki nauðsynlega að vita sannleikann.
Að þekkja muninn þarna á milli getur sparað helling af tárum og dramatík. Sem dæmi, ef þú hefur haldið framhjá þeim sem þú ert að hitta og þú ert hrifin af en ástæðan fyrir framhjáhaldinu er sú að þú ert orðin ástfangin af öðrum að þá í þessum aðstæðum ætti að segja báðum aðilum sannleikann. Alveg sama hversu sárt það er.
En hins vegar ef þú fórst út á lífið og varðst aðeins of drukkin og daðraðir á barnum en ekkert alvarlegt gerðist að þá ættir þú að halda því fyrir sjálfa þig því þú hvort eð er særðir engann.
Það er ekki hægt að segja þetta nógu oft. Þú stjórnar þínum hugsunum og gerðum. Enginn annar gerir það fyrir þig. Ef þú gerir eitthvað stórkostlega heimskulegt og fólk fer að tala um það og þig þá er það þeirra mál. En ef þú særir einhvern með heimskulegu athæfi þá gætu margir ekki fyrirgefið þér fyrir þær gjörðir. En ef þú getur fyrirgefið sjálfri þér þá áttu alls ekki að velta þér upp úr því sem aðrir eru að hugsa eða segja um þig.
Þessi grein er fengin af www.elitedaily.com og má lesa hana HÉR í heild sinni.