Það er gott ráð að fara með æfinga- eða gönguskóna þína með þér þegar þú ferð til að fá þér innlegg. Hvernig þú slítur skónum þínum getur gefið sérfræðingum í göngugreiningum góðar vísbendingar um það hvernig þú stígur niður, gangandi eða hlaupandi.
Þegar þú byrjar að nota innlegg er best að nota þau í stuttan tíma í einu fyrsta daginn (30-40 mínútur). Auktu notkunina smám saman þar til hún er orðin stöðug. Ef þú hefur ekki vanist innleggjunum á þremur vikum skalt þú hafa samband við þann sem þú keyptir innleggin af.
Ef innlegg eru fyrir í skónum skalt þú fjarlægja þau áður en nýju innleggin eru sett í. Gættu þess ávalt að flöturinn undir þeim sé sléttur og að ekki sé sandur eða önnur óhreinindi í skónum. Ef innleggin eru of löng fram í tánna þarf að klippa hæfilega framan af þeim.
Ef innleggin blotna skalt þú fjarlægja þau úr skónum og láta þau þorna við stofuhita. Ekki setja innleggin á ofn.
Best er að þrífa innleggin með því að taka þau af og til úr skónum og strúka af þeim með rökum klút.
Endingartími innleggja fer eftir því hversu mikið þau eru notuð og hvernig hugsað er um það. Eitt ár er eðlilegur endingartími. Ef innleggin hafa reynst vel en gera það ekki lengur er kominn tími á endurnýjun.
Unnið upp úr upplýsingum frá Flexor.