Jennifer nefnir ekki á nafn þann/þá sem hafa beitt hana þessu ofbeldi en hún hefur verið gift þrisvar sinnum, en frægasta hjónaband hennar er án efa hjónaband hennar og Marc Anthony en saman eiga þau 2 börn.
„Andlegt ofbeldi er ekki síður skaðlegt en líkamlegt ofbeldi í samböndum,“ segir Gail Saltz í samtali við Health.com. „Það að nota vald til að særa og stjórna maka þínum, er oftast fyrsta merki um að viðkomandi muni beita ofbeldi í sambandinu, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.“
Hér eru þau merki sem Gail segir að fólk eigi að vera vakandi fyrir:
„Maki sem „lætur þig“ minnka samskipti við vini þína og fjölskyldu, með því að vera með afbrýðisemi og sýna vanþókknun á þeim tíma sem þú eyðir með þeim. Hann vill að þú eyðir tíma með honum og engum öðrum,“ segir Gail. Þú þarft að láta vita hvar þú ert og með hverjum og verður reiður ef þú gerir það ekki.
„Svona maki segir niðurbrjótandi og ljóta hluti við þig, um fötin þín, útlit og það sem þú gerir“ segir hún. „Eftir að hafa verið særandi og andstyggilegur kemur oft afsökunarbeiðni og ástarjátningar á borð við Ég get ekki verið án þín, Ég segi þetta aldrei aftur, Ég meinti þetta ekki.“
„Af því hann er að reyna að stjórna þér þá er ómögulegt að vera ósammála honum án þess að það verði mjög fljótt að verða að rifrildi. Markmiðið er að ógna þér svo þú verðir „sammála“ honum. Þið eigið að geta verið ósammála og átt samtal,“ segir Gail.
„Þú ert farin/n að búast við því að allt muni styggja makann svo það mun koma í veg fyrir að þú tjáir þig við hann, sem mun hafa áhrif á nándina í sambandinu svo þetta er ábyggilega ekki það samband sem þú vildir helst vera í,“ segir Gail.
„Maki þinn sem beitir þig andlegu ofbeldi þarf að vera miðja alheimsins hjá þér, alltaf. Með tímanum ferðu að missa sjónar af sjálfum þér og þá er erfiðara að komast út úr sambandinu. Sá sem elskar þig á ekki að vilja að þú setjir þig alltaf í annað sæti á eftir honum,“ segir Gail.
*Þess má geta að þegar talað er um „hann“ í þessari grein er ekki verið að vísa til þess að sá sem beiti ofbeldinu sé endilega karlmaður, heldur er átt við makann (kk) sem slíkan.
Grein fengin af vef hun.is