Afar annasöm helgi er að baki hjá Arnari Helga hjólastólakappakstursmanni, en hann er nú staddur í Sviss á stóru móti.
Um helgina setti Arnar fimm ný Íslandsmet í greininni en hann á frekari möguleika að bæta við þann árangur. Hann keppir í dag miðvikudag í þremur greinum og loks klárar hann mótið með maraþonkeppni á laugardag.
Arnar skrifar á facebooksíðunni sinni að hann sé mjög ánægður með árangurinn. „Fimm ný Íslandsmet, fyrir einu ári hefði mér ekki dottið í hug að fara meira en 400m í alþjóðlegri keppni,“ segir hann stoltur.
200m - 34,55 sek
400m - 73,08 sek
800m - 2:39,40 mín
1500m - 4:57,87 mín
5000m - 16:50,81
Við á Heilsutorg.is óskum Arnari Helga innilega til hamingju með þennan árangur og fylgjumst vel með því sem koma skal í dag og n.k laugardag.