Vísindamennirnir komust að því að fólk á miðjum aldri með víðari æðar fengu lægri útkomu á IQ prófi sem þau voru látin taka. Fleira spilar einnig inn í, eins og reykingar, sykursýki og félagsfræðilegur staðall. En þetta segir Idan Shaley, Ph.D. en hann leiddi þessa rannsókn.
En hvað er málið? Jú, æðarnar í augunum endurspegla ástand æða í heila því þær eru svipaðar að stærð, gerð og virkni, segir Shaley. “Æðar í augum eru gerðar úr sömu frumum og æðar í heila” bætir hann við.
Eldri rannsóknir hafa tengt stærð æða í augum við áhættu á öðrum sjúkdómum, eins og Alzheimers eða hjartasjúkdómum, þær rannsóknir voru gerðar á öldruðum segir Shaley. Þessi nýja rannsókn segir að heilbrigði augna þinna geti sagt til um heilbrigði heila miklu fyrr en áður var hægt að gera. Niðurstöður voru einnig sjáanlegar hjá börnum.
Og hvað ætli þetta þýði fyrir okkur? Panta tíma hjá augnlækni! Jafnvel þó þú sért svo heppin að sjá afar vel, þá getur augnlæknir tekið mynd af auga og ekki bara til að athuga með sjón, heldur fleiri sjúkdóma. Þetta gæti verið einfaldasta leiðin til að athuga hvernig þú ert í höfðinu. Einnig má nota þessar myndir í framtíðinni til að bera saman við nýrri myndir af auga til að sjá hvort breytingar hafi orðið.
“Það er auðvitað undir hverjum og einum komið hvort viðkomandi vilji fara í svona augnmyndatöku, en ef þetta er fljótlegasta leiðin til að komast að því hvort heilinn sé í lagi að þá mæli ég með þessu”. Segir Shaley
Heimild: menshealth.com