Brjóst geta breyst, bæði með aldrinum, vegna barneigna, vegna brjóstagjafa og sjúkdóma. Stundum þarf að nema brjóst á brott vegna krabbameins. Lýtalæknar hafa frá því að sérgreinin varð til glímt við að breyta stærð og lögun brjósta, ýmist í fegrunarskyni eingöngu, til að lagfæra lýti eða til að byggja brjóst upp eftir brottnám. Lengi var einkum um að ræða minnkun of stórra brjósta eða enduruppbyggingu siginna brjósta, t.d. eftir brjóstagjöf.
Ekki varð hins vegar mögulegt að stækka brjóst kvenna fyrr en sílikon kom til sögunnar. Viðbrögð líkamans við þessu framandi efni eru yfirleitt lítil þannig að sjaldan hljótast vandræði af. Fylgikvillar af ýmsu tagi geta þó komið upp í þessum aðgerðum eins og öðrum. Skurðaðgerð er aldrei fullkomlega áhættulaus. Sílikonhlaupið, sem notað er í brjóstafyllingar, er unnið úr kísli, einu algengasta efni jarðskorpunnar. Kísill er í formi kristalla sem mynda m.a. venjulegan sand. Sílikon finnst hins vegar ekki í náttúrunni en með því að tengja lífræn efni við kísil verður til hlaup eða olía sem notuð er nú. Vegna einstakra eiginleika er sílikon gríðarlega mikið notað, m.a. í matvæli, snyrtivörur, lyf og lækningatæki á borð við sprautur og gerviliði. Sílikonpúðarnir, sem notaðir eru til að stækka brjóst, eru venjulega gerðir úr sílikonkvoðu sem innpökkuð er í seigan sílikonpoka.
Í svonefndum saltvatnsfyllingum er saltvatni komið fyrir í sílikonpokanum í stað kvoðunnar.
Er brjóstastækkun lausnin fyrir þig?
Rétt er að konur taki sér að öðru jöfnu fáeinar vikur til að íhuga málið eftir viðtal við lækni áður en endanleg ákvörðun er tekin um aðgerð. Sérstök ástæða er fyrir ungar konur, einkum undir tvítugu, að taka sér góðan umhugsunarfrest áður en þær óska eftir brjóstastækkunaraðgerð.
Konur þurfa að vera líkamlega og andlega undir aðgerðina búnar og þurfa því að hafa tekið út fullan þroska áður en til aðgerðar kemur. Aðgerðin fer venjulega fram á skurðstofu lýtalæknis og í svæfingu. Brjóstafyllingunni er komið fyrir í gegnum lítinn skurð, annaðhvort undir brjóstkirtlinum sjálfum eða ennþá dýpra, undir stóra brjóstvöðvanum. Sílikon er því aldrei sett inn í brjóstkirtilinn sjálfan. Það fer eftir samkomulagi hverju sinni hvor aðgerðin er valin. Útkoman er nokkuð svipuð þrátt fyrir þennan grundvallarmun.
Aðgerðartíminn er um það bil ein til ein og hálf klukkustund. Að aðgerð lokinni fer konan heim þegar hún hefur náð sér eftir svæfinguna. Talsverðir verkir fylgja aðgerðinni í nokkra daga á eftir og eru brjóstin hörð og aum til að byrja með. Rétt er að taka frí frá vinnu í eina til tvær vikur eftir því hvað viðkomandi starfar og íþróttir ætti ekki að stunda í 4–6 vikur.
Áhættuþættir.
Að ákveða skurðaðgerð.
Læknirinn lýsir aðgerðinni og fullvissar sig um að þú gerir þér grein fyrir örunum sem hún skilur eftir sig. Á meðan á skoðun stendur útskýrir læknirinn hvaða svæfingaraðferð hann kýs að nota, hvar aðgerðin fer fram og hvað hún kostar. Sjúkrasamlagið tekur ekki þátt í kostnaði vegna brjóstastækkunar.
Undir-búningur fyrir skurðaðgerð.
Ef aldur þinn eða fjölskyldusaga gefur ástæðu til mun læknirinn e.t.v. ráðleggja þér að fara í brjóstamyndatöku (mammogram) fyrir aðgerðina. Hann veitir þér ráðleggingar um hvernig þú undirbýrð þig fyrir aðgerðina, m.a. varðandi mat og drykk, reykingar og inntöku lyfja. Yfirleitt gildir sú regla að vera fastandi frá miðnætti daginn fyrir aðgerðina.
Ef þú reykir er mikilvægt að hætta a.m.k. 4 vikum fyrir aðgerð. Ef þú færð kvef eða einhvers konar sýkingu, þarf sennilega að fresta aðgerðinni. Gerðu ráðstafanir til að einhver sæki þig á sjúkrastofnunina og sé þér innan handar í 1-2 daga eftir aðgerðina.
Skurðstofa, svæfing og aðgerð.
Brjóstalyfting tekur yfirleitt 2-3 tíma. Aðgerðinni er lýst með skýringarmyndum á fyrri blaðsíðu, sem sýna hvernig skurðir eru gerðir. Yfirleitt er saumað umhverfis brúna svæðið (aerola) sem umlykur geirvörtuna, síðan í beinni línu niður á við og að húðfellingunni undir brjóstunum.
Fullum bata náð.
Nýja útlitið.
Hafðu einnig hugfast að brjóstastækkurn gerir brjóstin ekki stinn ævilangt – áhrif þyngaraflsins, öldrun, meðganga og bjúgsöfnun munu taka sinn toll.
Ánægja þín með brjóstastækkunin verður meiri ef þú skilur um hvað aðgerðin snýst og hefur raunhæfar væntingar.
Upplýsingar fengnar af síðu Ottós Guðjónssonar lýtalæknis og HÉR má skoða hans heimasíðu.