Þrenging slagæða eða æðakölkun er stærsti orsakavaldur hjartasjúkdóma og getur leitt til dauða.
Rannsóknin náði til 420 fullorðinna einstaklinga sem gengu undir próf til að meta ástand tannholds og tannsteins. Rannsóknin stóð yfir í 3 ár. Þeir sem bættu heilsu tannholds og minnkuðu bakteríur í munni sem eru yfirleitt valdur af sýkingum í munni hægðu á óæskilegri uppsöfnun baktería í hálsæðum.
Sýkingra í tannholdi og góm sem eru ekkert nema bakteríur auka líkur á æðakölkun.
Reglulegar heimsóknir til tannlæknis skipta því afar miklu máli og draga úr óheilbrigðu tannholdi og bakteríumyndun í góm.
Margt annað áhugavert má lesa HÉR um tannheilsu og áhrif hennar á hjartað.