Rétt stignun
Hann telur það algengt að fólk fari sér of geyst. Það kallar á meiðsl ef fólk fer frá því að gera ekki neitt í að æfa fimm sinnum í viku af krafti,“ segir Daði Reynir Kristleifsson, sjúkraþjálfari hjá Afli. Crossfit æfingakerfið er hannað með það í huga að það sé hægt að aðlaga að hverjum sem er og telur Daði það mikilvægt að fólk geri æfingar í takt við það sem það hefur gert áður. „Fólk er í misjöfnu formi þegar það byrjar æfingar og nauðsynlegt að taka mið af því.“
Grunnnámskeið
Grunnnámskeið eru í boði fyrir þá sem ætla að byrja að stunda Crossfit þar sem lögð er áhersla á rétta líkamsbeitingu og fræðslu og telur Daði það skipta öllu máli að fara í gegnum grunnámskeið. „Einn stærsti parturinn er að fá kennslu í hvernig eigi að gera hreyfingarnar rétt, og vera sífellt að fínpússa hreyfingarnar.
Crossfit æfingarnar reyna mikið á axlir, mjóbak og hné og það er fyrst og fremst mikilvægt að vera ekki með of þunglóð. Vöðvaþreytan byrjar að tikka inn þegar lóðin verða þyngri og ef fólk er ekki nægilega sterkt fer það að beita sér rangt til að svindla sér í gegnum æfinguna. Þess vegna er alltaf gott að byrja létt og vinna sig smám saman upp og halda réttri líkamsbeitingu.
“ Daði Reynir segir að þetta eigi við um alla hreyfingu sem fólk stundar því það skipti engu hvort fólk sé að æfa boltaíþrótt, lyfta lóðum, Crossfit eða sund, þá sé rétt stignun lykilatriði. Hann segir að því miður sé of oft horft á Crossfit sem meiðslagjarna íþrótt en það stafi fyrst og fremst af vanþekkingu á sportinu.
„Margir þekkja boltaíþróttirnar vel en þar er mikið um meiðsl sem ekki er talað um af jafnmikilli neikvæðni. Það þykir jákvætt og gott að stunda handbolta eða fótbolta þar sem margir eru með slæmar axlir, ökkla og hné eftir þjálfun, en um leið og fólk segist stunda Crossfit þá heyrast áhyggjuraddir. Það er ósanngjarnt og ég tel að það stafi fyrst og fremst af vanþekkingu á sportinu.
Margir ná góðum árangri
“ Aðspurður tekur hann undir það að áhyggjur um meiðsl í Crossfit stafi af því að það æfa margir sem hafa lítið hreyft sig áður og hafa ekki stundað íþróttir.
„Það má ekki gleyma því að það eru margir sem finna sig í Crossfit sem hafa ekki áður fundið hreyfingu við hæfi og það eru ótrúlega margir sem hafa náð gríðarlegum árangri sem hefur breytt lífi þeirra til hins betra. Allskonar fólk stundar Crossfit með góðum árangri, þar á meðal fólk sem er háð hjólastól.
Aðalmálið er að allir geri það sem þeir geta og hugi að því að gera það rétt. Fólk verður að þekkja sín mörk og vera ófeimið við að leita eftir leiðsögn og spyrja.“
Daði Reynir Kristleifsson