Með að vinna í sjálfum sér með öðrum í hóp getur maður öðlast betri lífsgæði og losnað við þá skömm sem fylgir því oft að glíma við geðsjúkdóm. Eigin fordómar eða umhverfisins þarf maður að vinna með sem skilar sér í miklu frelsi með tímanum enda glímir einn af hverjum fimm einhvern tímann á lífsleiðinn við geðsjúkdóm. Það krefst þolinmæði að vinna í sjálfum sér og maður verður að gefa sér tíma til að vinna og það er ekkert að ósekju að góðir hlutir gerast hægt.
Maður þarf sjálfur að taka skrefið til að takast á við sinn sjúkdóm þar sem maður einn veit hvernig manni líður. Mismunandi úrræði eru til og ekki allt sem hentar hverjum og einum en maður þarf að gefa sér tækifæri. Ef þú værir með annan sjúkdóm myndirðu ekki leita þér hjálpar? Ef svo er hvað er það sem stendur í veginum að þú leitar þér ekki hjálpar við geðsjúkdómi?
Það er áskorun en með opnum huga er m.a. hægt að nýta sér sameiginlega reynslu og skiptast á skoðunum á jákvæðan hátt. Leyfa sér að vera og ekki dæma hlutina fyrirfram og koma þótt þér líði illa og tala þar af eigin reynslu að takast á við sjálfan sig til að öðlast góðan bata og betri lífsgæði.
Ef ég ætlaði alltaf að horfa í baksýnisspegilinn kæmist ég ekki áfram. Reynsla sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt til góðs og því þarf maður að takast á við sjálfan sig og horfa fram á við.
Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsa-Eftirfylgdar á höfuðborgarsvæðinu og Hugarafls hefur reynst okkur ómetanleg í okkar uppbyggingu enda mikil baráttukona sem hefur hjálpað ófáum gegnum tíðina og ef það er einhver sem á skilið fálkaorðuna er það hún.
Nálgunin “empowerment” eða valdefling byggir á því að fólk hafi val, nái tökum og stjórn á eigin lífi, eflist og finni að það geti haft áhrif á líðan sína og þá þjónustu sem það fær. Þessi nálgun hefur gefið góða raun í uppbyggingu geðheilsumiðstöðvar innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis og Hugarafli. Einnig gefið notendum og aðstandendum tækifæri til að hafa áhrif og má segja á tveim árum hefur Grófin geðverndarmiðstöð á Akureyri gefið góða raun í dag mæta um 20 manns. Sum hafa snúið aftur í nám, vinnu eða náð að minnka sín lyf og eflt sín lífsgæði um leið. En fyrst og fremst er gott og gaman að sjá hvað þetta er að hjálpa fólki að öðlast betri lífsgæði.
Höfundur greinar:
Eymundur L.Eymundsson
https://grofin.wordpress.com/ Akureyri