Í grein sem Dr. Robert Rosenberg læknir birti í Huffingtonpost, líkir hann svefnástandinu eftir ,,snúsið” við hálfgerð flugþreytueinkenni. Þú ert vaknaður, en í hálfgerðu dormi sem þýðir að þótt þú leyfir þér að sofa í tíu mínútur í viðbót, þá er líkaminn ekki að fá neinn svefn.
Þeim sem finnst erfitt að vakna um leið og klukkan hringir, eru fyrst og fremst fólk sem þyrfti aðeins lengri svefn.
Það besta sem þú myndir því gera, er að leyfa líkamanum að sofa þar til þú ætlar í raunini að fara á fætur.
Og það sem verra er: Laus svefn getur jafnvel verið verri en enginn svefn.
Þessi truflun er líka óæskileg fyrir líkamann ef þú ert til dæmis í djúpum svefni eða á REM stiginu sem kallað er. Ef ,,snúsið” vekur þig frá þessum svefni, en samt ,,sefur” þú áfram, kallar þú fram svefnrof sem geta haft áhrif á tilfinningar og líðan þína allan daginn.
Þetta svefnrof getur því haft neikvæð áhrif á skapgerð og aukið líkurnar á því að þér finnist erfitt að einbeita þér.
Ef þú ert að ,,snúsa” á klukkunni, þá þarftu eiginlega að fara að minnsta kosti hálftíma fyrr að sofa á kvöldin.
Í svefnherberginu skaltu forðast tækjabúnað sem mynda útfjólubláa geisla, þannig að sjónvarpstæki, símar eða önnur tæki sem eru með útfjólublátt ljós, séu ekki í svefnherberginu eða búið að slökkva á þeim um klukkutíma áður en þú ferð að sofa. Það er vegna þess að útfjólubláa ljósið hefur truflandi áhrif á svefnhormóna líkamans, sem raskar þeirri hvíld sem líkaminn þarfnast.
Dr. Robert bendir líka á gömlu góðu húsráðin. Til dæmis það að staðsetja vekjaraklukkuna þar sem þú nærð ekki til hennar þegar hún hringir.
Okkur datt líka í hug hvort spurningin væri að grafa upp gamla vekjaraklukku, einhverja sem býður hreinlega ekki upp á neina ,,snús-tækni"?
Heimild: spyr.is