Veljum vellíðan og eflum hreysti með hollum lífsvenjum um leið og við njótum hvers dags. Þitt líf og þín heilsa er þín ábyrgð og það þarf hvorki að taka langan tíma né mikla peninga en skilar arði til framtíðar.
Veljum vellíðan og eflum hreysti með hollum lífsvenjum um leið og við njótum hvers dags.
Þitt líf og þín heilsa er þín ábyrgð og það þarf hvorki að taka langan tíma né mikla peninga en skilar arði til framtíðar.
Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga til að auka mótstöðu gegn sýkingum og bæta líðan.
- Tryggja að þú fáir nægan svefn og hvíld. Hér finnur þú heilsuheilræði varðandi svefn og svefnvenjur
- Forðast að koma sér í aðstæður sem hafa streituvaldandi áhrif. Nota djúpöndun og slökun sem viðbrögð við vaxandi streitu. Læra að segja NEI ef álag er orðið mikið.
- Hreyfa sig hressilega í 30 til 60 mínútur á dag. Forðast langvarandi setur. Gott að komast út undir bert loft. Klæðast lögum af fötum sem hægt er að fækka ef þér er heitt en eru til staðar ef þér verður kalt.
- Hnerra og hósta í handarkrika. Nota eingangs nefþurrkur og þvo sér vel um hendur reglulega yfir daginn og eftir þörfum.
- Borða bláber eða jarðaber (t.d. ½ bolla daglega), t.d. út í hafragraut, jógúrt eða hristing. Bláber og önnur litsterk ber innihalda næringarefni (anthocyanins) sem vinna gegn sjúkdómum og langvarandi streitu
- Skipta öðrum bolla dagsins af kaffi út fyrir grænt te sem hefur bólgueyðandi og hreinsandi áhrif (Chlorohphyll) og er auk þess ríkt af andoxunarefni (antioxidants).
- Borða kjúkling (eða kalkún) sem er próteinríkur og léttmeltur matur því aminósýrurnar sem hann inniheldur eru áríðandi byggingarefni fyrir próteinin sem eru nauðsynleg til að styðja ónæmiskerfið, draga úr þreytu og slappleika.
- Borða kotasælu sem er prótein og kalk rík (calcium) auk þess að innihalda aminósýru (tryptophan) sem eykur framleiðslu heilsuhormóna (serotonin og endorphin). Kotasæla gefur líka meiri fyllingu en hitaeiningarnar segja til um svo mittismálið þarf ekki að líða fyrir góðan skammt af kotasælu sem álegg eða með ferskum bláberjum eða ananas sem millibita.
- Gott að borða fisk a.m.k. tvisvar í viku. Þar með talinn feitan fisk (silungur, lax, túnfiskur) sem inniheldur omega-3 fitusýrur er efla mótstöðu og hafa jákvæð áhrif á heilastarfsemi og draga úr skapsveiflum.
Tengdar fréttir